Menning

Árleg hefð í aldarfjórðung

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Við bröltum með kertin og stjakana milli kirkna,“ segir Ármann.
"Við bröltum með kertin og stjakana milli kirkna,“ segir Ármann.
Kammerhópurinn Camerarctica leikur ljúfa tóna eftir meistara Mozart við kertaljós í 25. skipti í fjórum kirkjum á næstu dögum.

„Við leikum tvö verk sem við vorum með á fyrstu tónleikunum fyrir 25 árum og höfum spilað á stórafmælum dagskrárinnar. Þau eru gullfalleg og það er alltaf áskorun að takast á við þau,“ segir Ármann Helgason, klarínettuleikari í Camerarcticu.

Hópinn skipa að þessu sinni, auk hans, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.

Sérstakur gestur er Emelía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari.

Að vanda lýkur tónleikunum á jólasálmalaginu góðkunna Í dag er glatt í döprum hjörtum sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart.

Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju, á morgun í Kópavogskirkju, í Garðakirkju 21. desember og í Dómkirkjunni 22.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×