Lífeindafræðingar orðið fyrir líkamstjóni vegna myglu Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Lífeindafræðingar á samstöðufundi 2012. Skort hefur á nýliðun í stéttinni. vísir/gva Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira