Samglaðst með pólitíkusum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. desember 2017 07:00 Mér finnst ágætt að sjá ný andlit í pólitíkinni en ég finn til mun meiri fögnuðar þegar ég get samglaðst fólki sem er að hætta á þeim vettvangi. Á þessu er þó ein undantekning. Það var þegar Björk Vilhelmsdóttir yfirgaf borgarpólitíkina. Fann ég til mikils léttis fyrir hennar hönd þar til hún sagði frá þeim áætlunum sínum að ætla að tína ólífur í Palestínu. Þá vinnu þekki ég alltof vel. Fékk ég að spreyta mig á öllum vígstöðvum við skelfilegan orðstír. Fyrst var ég látinn halda á víbrator, sem er alls ólíkur þeim sem var aðhlátursefni okkar strákanna á níunda áratugnum, en þetta er maskína með langan arm sem ég átti að krækja utan um grein á ólífutrénu. Við hlið mér stóðu síðan tíu besservisserar sem allir höfðu sterka skoðun á því hvaða grein ég ætti að krækja í, þannig að þetta er kannski ekki svo ólíkt því að sitja í borgarstjórn. Höndlaði ég víbrator þennan svo illa að ég sjálfur hristist meira en trjágreinin. Þá fékk ég að munda stöng en mér var uppálagt að lemja henni í greinarnar eftir því sem besservisserarnir sögðu til. Var ég nánast kominn úr axlarlið eftir korter og farinn að ákalla mömmu eftir klukkutíma. Hef ég síðan ekki getað horft á stangarstökk. Mitt þriðja hlutverk var að hlaupa með net undir trén og breiða úr þeim á freðna jörð sem síðan var orðin að drullusvaði um hádegisbil. Önnur eins leiðindi finnast örugglega ekki í velferðarráði. En hvað sem því líður þá óska ég nýjum þingmönnum til hamingju með starfið og lofa að samgleðjast þeim þegar þeir hætta svo lengi sem þeir láta alla ólífutínslu lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Mér finnst ágætt að sjá ný andlit í pólitíkinni en ég finn til mun meiri fögnuðar þegar ég get samglaðst fólki sem er að hætta á þeim vettvangi. Á þessu er þó ein undantekning. Það var þegar Björk Vilhelmsdóttir yfirgaf borgarpólitíkina. Fann ég til mikils léttis fyrir hennar hönd þar til hún sagði frá þeim áætlunum sínum að ætla að tína ólífur í Palestínu. Þá vinnu þekki ég alltof vel. Fékk ég að spreyta mig á öllum vígstöðvum við skelfilegan orðstír. Fyrst var ég látinn halda á víbrator, sem er alls ólíkur þeim sem var aðhlátursefni okkar strákanna á níunda áratugnum, en þetta er maskína með langan arm sem ég átti að krækja utan um grein á ólífutrénu. Við hlið mér stóðu síðan tíu besservisserar sem allir höfðu sterka skoðun á því hvaða grein ég ætti að krækja í, þannig að þetta er kannski ekki svo ólíkt því að sitja í borgarstjórn. Höndlaði ég víbrator þennan svo illa að ég sjálfur hristist meira en trjágreinin. Þá fékk ég að munda stöng en mér var uppálagt að lemja henni í greinarnar eftir því sem besservisserarnir sögðu til. Var ég nánast kominn úr axlarlið eftir korter og farinn að ákalla mömmu eftir klukkutíma. Hef ég síðan ekki getað horft á stangarstökk. Mitt þriðja hlutverk var að hlaupa með net undir trén og breiða úr þeim á freðna jörð sem síðan var orðin að drullusvaði um hádegisbil. Önnur eins leiðindi finnast örugglega ekki í velferðarráði. En hvað sem því líður þá óska ég nýjum þingmönnum til hamingju með starfið og lofa að samgleðjast þeim þegar þeir hætta svo lengi sem þeir láta alla ólífutínslu lönd og leið.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun