Ólafía Þórunn og Axel kylfingar ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2017 15:45 Kylfingar ársins 2017. mynd/gsí Golfsamband Íslands hefur valið Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóasson sem kylfinga ársins 2017. Þetta er í sjötta sinn sem Ólafía Þórunn fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Axel hlýtur hana.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 74. sæti á stigalistanum og með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti Indy Women in Tech Championship í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í 179. sæti og fór upp um 420 sæti á árinu og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á Hvaleyrarvelli. Axel vann tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð. Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1400 sæti á heimslistanum og er í 449. sæti. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Golfsamband Íslands hefur valið Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóasson sem kylfinga ársins 2017. Þetta er í sjötta sinn sem Ólafía Þórunn fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Axel hlýtur hana.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 74. sæti á stigalistanum og með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti Indy Women in Tech Championship í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í 179. sæti og fór upp um 420 sæti á árinu og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á Hvaleyrarvelli. Axel vann tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð. Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1400 sæti á heimslistanum og er í 449. sæti.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira