Sport

McGregor segir að næsti bardagi verði innan UFC

Conor í bardaga gegn Nate Diaz.
Conor í bardaga gegn Nate Diaz. vísir/getty
Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að næsti bardagi hans fari fram innan UFC-bardagahreyfingarinnar en hann greindi frá þessu í samtali við blaðamann TMZ í Bandaríkjunum.

Conor hefur ekkert barist innan UFC síðan hann vann Eddie Alvarez þann 12. nóvember í fyrra en hann barðist gegn Floyd Mayweather í hnefaleikum fyrr í sumar.

Fyrir vikið hafa margir bardagakappar, hvort sem um ræðir innan UFC eða hnefaleika, lýst yfir áhuga á að mæta Íranum en Manny Pacquiao sagðist meðal annars hafa boðið honum bardaga í apríl.

Í myndbandinu er Conor spurður hver næsti bardagi sé og hann segir að hann verði í blönduðum bardagalistum (MMA) en UFC er þessa stundina að reyna að semja við Conor á ný enda helsta andlit samtakanna.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×