„Það þarf tvo til að dansa tangó“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé ríkur vilji stjórnarandstöðuflokkanna að beita hafa málefnalegt aðhald með ríkisstjórninni. Vísir/pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segist skynja að á meðal stjórnarandstöðuflokkanna sé ríkur vilji til þess að haga vinnu sinni með öðruvísi hætti og sýna í verki málefnalega stjórnarandstöðu í anda nýrra vinnubragða á Alþinginu. Hún segir þá jafnframt að hið sama sé ekki upp á teningnum hjá nýrri ríkisstjórn og að það þurfi tvo til þess að dansa tangó. Þeir tónar sem hafi verið slegnir séu fremur í ætt við þau gömlu vinnubrögð sem hafi verið viðhöfð fram til þessa. Hún bindi þó enn vonir við að ríkisstjórnin taki við sér hvað þetta varðar á nýju ári. Þetta sagði Þorgerður Katrín í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar ásamt, Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata.Öðruvísi stjórnarandstaðaÞorgerður Katrín hefur að undanförnu hugleitt með sjálfri sér hvernig hún vilji haga sínum vinnubrögðum í stjórnarandstöðu. Hún vilji ekki hafa sama háttinn á og þegar hún var síðast í stjórnarandstöðu á árunum 2009-2013. Þá segir Þorgerður Katrín að stjórnarandstaða síðasta árs hafi ekki alltaf viðhaft málefnalega gagnrýni. „Allavega ekki gagnvart Viðreisn,“ bætir hún við.Krafa um aukið gagnsæi í stjórnsýsluÞorgerður Katrín segir að það sé margt gott að finna í stjórnarsáttmálanum en hún segir þó vert að benda á að samfélagið hafi breyst gríðarlega á umliðnum árum sem einkennist af því að uppi séu auknar kröfur um gagnsæi. Almenningur krefjist opinnar stjórnsýslu sem eigi allra síst að sitja á upplýsingum og minnisblöðum. „Við munum standa vaktina þegar kemur að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum, sérhagsmunum gegn íhaldssemi, frelsi gegn stöðnun og Alþjóðasamstarf gegn einangrunarhyggju,“ segir Þorgerður sem leggur línurnar fyrir það aðhald sem Viðreisn mun hafa með nýrri ríkisstjórn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á Víglinuna í heild sinni.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira