Vildi sjá auknar lýðræðisumbætur í stjórnarsáttmála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 17:51 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, telur þörf á auknum lýðræðisumbótum. vísir/ernir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gefið lýðræðisumbótum nægan gaum í nýjum stjórnarsáttmála. Þetta sagði Halldóra í þjóðmálaþættinum Víglínunni en hún var gestur þáttarins ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Til umfjöllunar var stefnuræða forsætisráðherra og málefni stjórnarandstöðunnar en flokkarnir sem hana mynda skipuleggja nú í óða önn kjörtímabilið. Í þættinum sagðist Halldóra sakna lýðræðisumbóta og stjórnarskrárinnar mjög í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „Lýðræðisumbætur og náttúrulega stjórnarskráin, sem píratar hafa lagt mikla áherslu á, tel ég að séu nauðsynlegar fyrir okkur, fyrir framtíðina og fyrir sáttina í landinu að koma því í gagnið og mér sýnist á þessum stjórnarsáttmála að það á bara að setja þetta í enn eina nefndina og það á að lengja þetta ferli. Það er alltaf bara leið til að stoppa það,“ segir Halldóra. Hún segist þá einnig sakna þess að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum og umdeildum málum og komið þannig í veg fyrir málþóf. Það ætti að þykja sjálfsagt að þjóðin geti gripið inn í. Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun sé nauðsynleg samfélaginu og þá ætti almenningur auk þess að koma fá að því að semja lög. „Ég hef áhyggjur af því að með því að leiða flokk til valda sem hefur síendurtekið staðið gegn lýðræðisumbótum og verið staðin að því að misnota vald sitt hafi Vinstri hreyfingin - grænt framboð vanmetið hvað er þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma. Og muni algjörlega missa marks þegar kemur að því að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi og að styrkja lýðræðið á Íslandi,“ sagði Halldóra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrradag.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinni. Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gefið lýðræðisumbótum nægan gaum í nýjum stjórnarsáttmála. Þetta sagði Halldóra í þjóðmálaþættinum Víglínunni en hún var gestur þáttarins ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. Til umfjöllunar var stefnuræða forsætisráðherra og málefni stjórnarandstöðunnar en flokkarnir sem hana mynda skipuleggja nú í óða önn kjörtímabilið. Í þættinum sagðist Halldóra sakna lýðræðisumbóta og stjórnarskrárinnar mjög í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. „Lýðræðisumbætur og náttúrulega stjórnarskráin, sem píratar hafa lagt mikla áherslu á, tel ég að séu nauðsynlegar fyrir okkur, fyrir framtíðina og fyrir sáttina í landinu að koma því í gagnið og mér sýnist á þessum stjórnarsáttmála að það á bara að setja þetta í enn eina nefndina og það á að lengja þetta ferli. Það er alltaf bara leið til að stoppa það,“ segir Halldóra. Hún segist þá einnig sakna þess að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum og umdeildum málum og komið þannig í veg fyrir málþóf. Það ætti að þykja sjálfsagt að þjóðin geti gripið inn í. Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun sé nauðsynleg samfélaginu og þá ætti almenningur auk þess að koma fá að því að semja lög. „Ég hef áhyggjur af því að með því að leiða flokk til valda sem hefur síendurtekið staðið gegn lýðræðisumbótum og verið staðin að því að misnota vald sitt hafi Vinstri hreyfingin - grænt framboð vanmetið hvað er þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma. Og muni algjörlega missa marks þegar kemur að því að byggja upp traust á stjórnmálum og Alþingi og að styrkja lýðræðið á Íslandi,“ sagði Halldóra í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í fyrradag.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinni.
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira