Vill opna á samskipti til að forðast átök Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 20:13 Ja Song-nam, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, var á fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/Getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“ Norður-Kórea Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“
Norður-Kórea Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira