Ósómaljóð í Gamla bíó Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 14:00 Magga Stína er meðlimur Ósæmilegrar hljómsveitar sem kemur fram í Gamla bíó á mánudag. Visir/Vilhelm Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verða tónleikar í Gamla bió í tilefni af útgáfu Ósómaljóða Þorvaldar Þorsteinssonar í flutningi Megasar ásamt Skúla Sverrissyni og Ósæmilegri hljómsveit. Ósómaljóð komu út á vínylplötu og geisladiski hjá Mengi Records síðastliðinn föstudag. Magga Stína er meðal þeirra sem skipa Ósæmilegu hljómsveitina en hún segist sjálf skipa bakvarðasveitina ásamt fjölmörgum snillingum en það séu hins vegar Megas og Skúli sem leiði þetta áfram. „Ég hef í raun eiginlega gert minnst af öllum en þetta er líka svona vinahópur Þorvaldar heitins sem stendur að þessu.“ Þorvaldur Þorsteinsson listamaður féll frá langt fyrir aldur fram í febrúar árið 2013, eftir einstaklega fjölbreyttan og gifturíkan feril. Á meðal verka sem Þorvaldur skildi eftir sig voru Ósómaljóðin en þau voru einnig flutt á stórtónleikum í Gamla bíó á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Magga Stína segir að vitneskjan um tilurð þessara ljóða væri þó í stóra samhenginu í raun frekar nýtilkomin. „Hann hafði tekið upp kassettu með þessu í Hollandi fyrir margt löngu þar sem Þorvaldur flutti eigin lög og texta með miklum tilþrifum. Svo voru þessir textar notaðir seinna í leikritinu hans Lífið –notkunarreglur sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu. En þá var það Megas sem samdi lög við þessa dásamlegu texta og ég útsetti. Þetta eru lögin við þessi ljóð sem var svo ákveðið að færa í búning og gefa út.“ Margrét segir að það sem geri Ósómaljóðin svo einstök sé í raun hvernig þau endurspegli Þorvald. „Þau tala til okkar eins og hann gerði á sinn einstaka hátt. „Sem listamaður hafði hann svo miklu að miðla og með kímnigáfu sinni bjó hann yfir einstökum hæfileika til þess að sýna heiminum fram á fáránleika sinn. Hann var mikill og góður íslenskumaður auk þess að vera alveg trylltur húmoristi þó hann hafi verið í kaldhæðnari kantinum. Það eitt og sér að Megas skuli taka sig til og semja tónlist við texta Þorvaldar segir í raun allt sem segja þarf um hvað Ósómaljóðin eru frábær. Þorvaldur var öðlingur og engum líkur. Í senn bjartari og svartari en andskotinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verða tónleikar í Gamla bió í tilefni af útgáfu Ósómaljóða Þorvaldar Þorsteinssonar í flutningi Megasar ásamt Skúla Sverrissyni og Ósæmilegri hljómsveit. Ósómaljóð komu út á vínylplötu og geisladiski hjá Mengi Records síðastliðinn föstudag. Magga Stína er meðal þeirra sem skipa Ósæmilegu hljómsveitina en hún segist sjálf skipa bakvarðasveitina ásamt fjölmörgum snillingum en það séu hins vegar Megas og Skúli sem leiði þetta áfram. „Ég hef í raun eiginlega gert minnst af öllum en þetta er líka svona vinahópur Þorvaldar heitins sem stendur að þessu.“ Þorvaldur Þorsteinsson listamaður féll frá langt fyrir aldur fram í febrúar árið 2013, eftir einstaklega fjölbreyttan og gifturíkan feril. Á meðal verka sem Þorvaldur skildi eftir sig voru Ósómaljóðin en þau voru einnig flutt á stórtónleikum í Gamla bíó á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Magga Stína segir að vitneskjan um tilurð þessara ljóða væri þó í stóra samhenginu í raun frekar nýtilkomin. „Hann hafði tekið upp kassettu með þessu í Hollandi fyrir margt löngu þar sem Þorvaldur flutti eigin lög og texta með miklum tilþrifum. Svo voru þessir textar notaðir seinna í leikritinu hans Lífið –notkunarreglur sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu. En þá var það Megas sem samdi lög við þessa dásamlegu texta og ég útsetti. Þetta eru lögin við þessi ljóð sem var svo ákveðið að færa í búning og gefa út.“ Margrét segir að það sem geri Ósómaljóðin svo einstök sé í raun hvernig þau endurspegli Þorvald. „Þau tala til okkar eins og hann gerði á sinn einstaka hátt. „Sem listamaður hafði hann svo miklu að miðla og með kímnigáfu sinni bjó hann yfir einstökum hæfileika til þess að sýna heiminum fram á fáránleika sinn. Hann var mikill og góður íslenskumaður auk þess að vera alveg trylltur húmoristi þó hann hafi verið í kaldhæðnari kantinum. Það eitt og sér að Megas skuli taka sig til og semja tónlist við texta Þorvaldar segir í raun allt sem segja þarf um hvað Ósómaljóðin eru frábær. Þorvaldur var öðlingur og engum líkur. Í senn bjartari og svartari en andskotinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira