Sport

Ponzinibbio slær eins og skólastelpa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Perry líkir eftir því hvernig Pokemon slær. Hann óttast það ekki.
Perry líkir eftir því hvernig Pokemon slær. Hann óttast það ekki. vísir/getty
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio, eða Pokemon eins og hann er gjarna kallaður á Íslandi, stígur inn í búrið í fyrsta sinn á morgun síðan hann nánast potaði augun úr Gunnari Nelson.

Andstæðingur hans er afar áhugaverður eða hinn skrautlegi Mike Perry. Sá er ekki hrifinn af bardagastíl Argentínumannsins.

„Hann slær eins og skólastelpa. Hann glennir fingurna og slær með þeim. Ég hef séð að hann vill pota puttunum í augu andstæðingsins. Hann reynir líka að troða hnúunum í augu andstæðingsins ef hann getur,“ segir Perry en hann óttast ekki hvað Ponzinibbio er óheiðarlegur.

„Mér er alveg sama. Komdu bara með það. Ef puttinn endar óvart í munninum mínum þá gæti ég bitið hann af. Ég hef fengið putta í augun á æfingum fyrir bardagann og það stoppaði mig ekki neitt. Ég lifi fyrir sársaukann.“

Sjá má viðtalið við Perry í heild sinni hér að neðan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×