Hraðhleðslustöðvar ON orðnar 20 talsins Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 11:05 Fyrsti bíllinn hlaðinn á nýrri hraðhleðslustöð ON á Djúpavogi. Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent