Við nálgumst söguna sem vefarar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2017 10:15 Hildur við vefstaðinn sem Guðjón Kristinsson frá Dröngum smíðaði og prýddi með útskurði. Vísir/Ernir Þetta er svona þriggja landa sýn á vinnu kvenna. Við erum að reyna að fylla inn í kvennasöguna. Það voru konur sem stóðu við að vefa voðir sem notaðar voru sem gjaldmiðill upp í kirkjutíundir, vinnulaun verkafólks, skatta og utanferðir. Þessu viljum við halda á lofti,“ segir Hildur Hákonardóttir vefari, rithöfundur og þýðandi, um bókina Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja sem hún hefur skrifað, ásamt Mörtu Klove Juuhl í Noregi og Elizabeth Johnston á Hjaltlandi. „Við höfðum ritstjóra en ég átti hugmyndina að bókinni og því að gera hana þverfaglega. Við leggjum þar að jöfnu háskólavísdóm og visku handverksfólks því við nálgumst söguna sem vefarar en svo eru líka greinar eftir fornleifafræðinga og fleiri sem hafa stúderað textíl á Norðurlöndunum.“ Vefstaður er stórt áhald sem til hefur verið alveg frá steinöld. Við það var staðið og ofið. „Frá örófi alda var vefstaðurinn með þessu lagi og hann var til um víða veröld,“ segir Hildur sem er svo heppin að eiga slíkan vefstað og hann veglegan, enda smíðaður af Guðjóni Kristinssyni frá Dröngum. Kljásteinarnir liggja þar undir, það eru steinar með götum sem látnir voru hanga í uppistöðuþráðunum og gefa þeim þyngd. Á vefstaðnum hennar Hildar hangir grá voð, sem líkist ullarreyfi, hana hefur Hildur ofið, kveðst reyndar hafa fengið hjálp við það. „Þessi voð er tveggja metra löng, þetta er eftirlíking af vararfeldinum gamla. Hann var reyndar kallaður röggvarfeldur ef hann var til heimabrúks en vararfeldur ef hann var verslunarvara. Vararfeldur var verðeining og markaðurinn virðist hafa verið mjög skipulagður,“ útskýrir hún og sveipar um sig feldinum.Lárétti vefstóllinn var orðinn algengur í Evrópu um 1200 en við Íslendingar héldum enn áfram að vefa á vefstað til 1750. Vísir/ErnirHildur segir vaðmál hafa verið staðlað og auðseljanlegt og því hafi það verið stór liður í utanríkisverslun þeirra þriggja landa sem koma að gerð bókarinnar, Íslands, Noregs og Hjaltlands. „Þegar íslenska vaðmálið okkar var klippt niður úr vefstaðnum þá fór það bara í skip og í vinnslu erlendis á flókin verkstæði, þar var það þvegið, strekkt, ýft, lóskorið og litað. Úr því komu voðir og ekki er hægt að rekja hvaða flíkur voru á endanum gerðar úr þeim.“ Hildur kveðst reyna að ráða í hvers vegna við Íslendingar héldum áfram að vefa á vefstað fimm hundruð árum lengur en aðrar þjóðir á Vesturlöndum. „Lárétti vefstóllinn var orðinn algengur í Evrópu um 1200 en við Íslendingar héldum enn áfram að vefa á vefstað til 1750. Ég trúi að íslenskar konur hafi ekki viljað skipta vegna þess að þá hefðu þær misst vinnuna, því það voru karlmenn sem ófu fyrst á láréttu stólana og það var verkstæðisvinna. Þar með var vefnaðurinn kominn út af heimilunum. Konan var heima, karlmaðurinn úti að vinna.“ Það var Skúli Magnússon sem með Innréttingunum setti upp fyrstu vefverkstæðin með láréttum vefstólum. Hildur segir það gerast eiginlega á nákvæmlega sama tíma og vefnaður var að verða vélvæddur erlendis. „Svo við vorum löngu búin að missa af „lestinni“ og náðum okkur ekki á strik með ullariðnaðinn fyrr en rafmagnið og heita vatnið kom til,“ segir hún. Bókin er glæsileg. Hún er gefin út í Noregi en verður til sölu í Heimilisiðnaðarfélaginu að Nethyl 2e. Þar verður kynning á henni í dag, föstudag klukkan 19. Hún er að mestu rituð á ensku, enda ætluð fyrir alþjóðlegan markað, en ýmsar leiðbeiningar eru líka á norsku og íslensku. „Þó ég sé mikil íslenskumanneskja þarf stundum að nota hið alþjóðlega esperanto, eins og ég kalla enskuna,“ segir Hildur. En er vefnaður liðinn undir lok hér á Íslandi? „Nei,“ svarar Hildur. „Hún Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins, segir hann á uppleið í íslensku samfélagi og fullt á öllum vefnaðarnámskeiðum. Vefnaðurinn passi svo vel við arkitektúrinn núna, til mótvægis við glerið og steininn. Tölvurnar og öll rafrænu samskiptin kalla líka á þörf fyrir eitthvað upprunalegt.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þetta er svona þriggja landa sýn á vinnu kvenna. Við erum að reyna að fylla inn í kvennasöguna. Það voru konur sem stóðu við að vefa voðir sem notaðar voru sem gjaldmiðill upp í kirkjutíundir, vinnulaun verkafólks, skatta og utanferðir. Þessu viljum við halda á lofti,“ segir Hildur Hákonardóttir vefari, rithöfundur og þýðandi, um bókina Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja sem hún hefur skrifað, ásamt Mörtu Klove Juuhl í Noregi og Elizabeth Johnston á Hjaltlandi. „Við höfðum ritstjóra en ég átti hugmyndina að bókinni og því að gera hana þverfaglega. Við leggjum þar að jöfnu háskólavísdóm og visku handverksfólks því við nálgumst söguna sem vefarar en svo eru líka greinar eftir fornleifafræðinga og fleiri sem hafa stúderað textíl á Norðurlöndunum.“ Vefstaður er stórt áhald sem til hefur verið alveg frá steinöld. Við það var staðið og ofið. „Frá örófi alda var vefstaðurinn með þessu lagi og hann var til um víða veröld,“ segir Hildur sem er svo heppin að eiga slíkan vefstað og hann veglegan, enda smíðaður af Guðjóni Kristinssyni frá Dröngum. Kljásteinarnir liggja þar undir, það eru steinar með götum sem látnir voru hanga í uppistöðuþráðunum og gefa þeim þyngd. Á vefstaðnum hennar Hildar hangir grá voð, sem líkist ullarreyfi, hana hefur Hildur ofið, kveðst reyndar hafa fengið hjálp við það. „Þessi voð er tveggja metra löng, þetta er eftirlíking af vararfeldinum gamla. Hann var reyndar kallaður röggvarfeldur ef hann var til heimabrúks en vararfeldur ef hann var verslunarvara. Vararfeldur var verðeining og markaðurinn virðist hafa verið mjög skipulagður,“ útskýrir hún og sveipar um sig feldinum.Lárétti vefstóllinn var orðinn algengur í Evrópu um 1200 en við Íslendingar héldum enn áfram að vefa á vefstað til 1750. Vísir/ErnirHildur segir vaðmál hafa verið staðlað og auðseljanlegt og því hafi það verið stór liður í utanríkisverslun þeirra þriggja landa sem koma að gerð bókarinnar, Íslands, Noregs og Hjaltlands. „Þegar íslenska vaðmálið okkar var klippt niður úr vefstaðnum þá fór það bara í skip og í vinnslu erlendis á flókin verkstæði, þar var það þvegið, strekkt, ýft, lóskorið og litað. Úr því komu voðir og ekki er hægt að rekja hvaða flíkur voru á endanum gerðar úr þeim.“ Hildur kveðst reyna að ráða í hvers vegna við Íslendingar héldum áfram að vefa á vefstað fimm hundruð árum lengur en aðrar þjóðir á Vesturlöndum. „Lárétti vefstóllinn var orðinn algengur í Evrópu um 1200 en við Íslendingar héldum enn áfram að vefa á vefstað til 1750. Ég trúi að íslenskar konur hafi ekki viljað skipta vegna þess að þá hefðu þær misst vinnuna, því það voru karlmenn sem ófu fyrst á láréttu stólana og það var verkstæðisvinna. Þar með var vefnaðurinn kominn út af heimilunum. Konan var heima, karlmaðurinn úti að vinna.“ Það var Skúli Magnússon sem með Innréttingunum setti upp fyrstu vefverkstæðin með láréttum vefstólum. Hildur segir það gerast eiginlega á nákvæmlega sama tíma og vefnaður var að verða vélvæddur erlendis. „Svo við vorum löngu búin að missa af „lestinni“ og náðum okkur ekki á strik með ullariðnaðinn fyrr en rafmagnið og heita vatnið kom til,“ segir hún. Bókin er glæsileg. Hún er gefin út í Noregi en verður til sölu í Heimilisiðnaðarfélaginu að Nethyl 2e. Þar verður kynning á henni í dag, föstudag klukkan 19. Hún er að mestu rituð á ensku, enda ætluð fyrir alþjóðlegan markað, en ýmsar leiðbeiningar eru líka á norsku og íslensku. „Þó ég sé mikil íslenskumanneskja þarf stundum að nota hið alþjóðlega esperanto, eins og ég kalla enskuna,“ segir Hildur. En er vefnaður liðinn undir lok hér á Íslandi? „Nei,“ svarar Hildur. „Hún Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins, segir hann á uppleið í íslensku samfélagi og fullt á öllum vefnaðarnámskeiðum. Vefnaðurinn passi svo vel við arkitektúrinn núna, til mótvægis við glerið og steininn. Tölvurnar og öll rafrænu samskiptin kalla líka á þörf fyrir eitthvað upprunalegt.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira