Dálítið góður jólakokteill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2017 10:45 Sönghópurinn Elfur ætlar að láta raddirnar hljóma í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Sönghópurinn Elfur heldur jólatónleika í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar eru á ferðinni sex atvinnusöngkonur sem spanna vítt raddsvið. Þetta eru þær Hulda Dögg Proppé sópran, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir alt. „Þetta er dálítið góður jólakokteill,“ segir Auður um prógrammið og tekur fram að þær stöllur syngi a cappella, það er að segja tónlist sem er eingöngu fyrir raddir. „Það er ekki mikið um svoleiðis tónleika,“ bendir hún á og kveðst telja dagskrána metnaðarfulla og glæsilega. „Við syngjum jólalög í bland við önnur og þetta eru meðal annars útsetningar eftir okkur í hópnum. Við erum nokkrar þar sem erum dálítið að útsetja og græjum texta sjálfar við lög sem eru ekki með íslenskum texta.“ Þetta er greinilega fjölhæfur hópur sem gengur í verkin og gerir það sem gera þarf, meðal annars að yrkja. En er ekki eitthvað á dagskránni sem almenningur þekkir? „Jú, jú,“ svarar Auður sannfærandi. „Þetta eru alveg lög sem fólk þekkir. Raddirnar okkar sjá bara um undirleikinn og því útsetjum við þau fyrir raddirnar.“ Menning Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sönghópurinn Elfur heldur jólatónleika í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar eru á ferðinni sex atvinnusöngkonur sem spanna vítt raddsvið. Þetta eru þær Hulda Dögg Proppé sópran, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir alt. „Þetta er dálítið góður jólakokteill,“ segir Auður um prógrammið og tekur fram að þær stöllur syngi a cappella, það er að segja tónlist sem er eingöngu fyrir raddir. „Það er ekki mikið um svoleiðis tónleika,“ bendir hún á og kveðst telja dagskrána metnaðarfulla og glæsilega. „Við syngjum jólalög í bland við önnur og þetta eru meðal annars útsetningar eftir okkur í hópnum. Við erum nokkrar þar sem erum dálítið að útsetja og græjum texta sjálfar við lög sem eru ekki með íslenskum texta.“ Þetta er greinilega fjölhæfur hópur sem gengur í verkin og gerir það sem gera þarf, meðal annars að yrkja. En er ekki eitthvað á dagskránni sem almenningur þekkir? „Jú, jú,“ svarar Auður sannfærandi. „Þetta eru alveg lög sem fólk þekkir. Raddirnar okkar sjá bara um undirleikinn og því útsetjum við þau fyrir raddirnar.“
Menning Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira