Renault hefur framleiðslu Alpine A110 Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:41 Renault Alpine A110 og sá gamli í forgrunni. Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent