Gjörbreyttur lífsstíll Lóu: „Ég náði þessum árangri ekki með öfgum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. desember 2017 20:00 Ólafía Kristín Norðfjörð sigraði í heimakeppni Biggest Loser en hún léttist um 36,2 prósent af heildarþyngd sinni. Ólafía Kristín Norðfjörð „Ég var bara komin með nóg. Ég var búin að reyna mjög lengi sjálf að ná heilbrigðum lífsstíl,“ segir Ólafía Kristín Norðfjörð um ástæðu þess að hún sótti um að fá að keppa í Biggest Loser þáttunum. Ólafía Kristín er betur þekkt sem Lóa en hún heillaði áhorfendur síðustu þáttaraðar með einlægni og skemmtilegu keppnisskapi. Lóa var datt út úr þáttunum og var send heim eftir átta vikur á Bifröst en vann heimakeppnina í úrslitunum í nóvember. „Mér líður bara alveg ótrúlega vel,“ segir Lóa í samtali við Vísi. Lóa var 117,9 kíló þegar hún byrjaði í Biggest Loser en var 72,5 kíló í lokaþættinum. Hún léttist því um 41,2 kíló sem nemur 36,2 prósent af heildarþyngd.Mataræðið var ekki í lagi„Ég sá keppnina auglýsta og ákvað bara að slá til. Ég hugsaði með mér að þetta gæti verið það síðasta sem ég reyndi áður en ég myndi grípa til einhvers inngrips, þá hvað varðar aðgerðir eða annað.“ Þegar Lóa skráði sig í keppnina hafði hún verið byrjuð að ræða aðgerðarmöguleika við manninn sinn. Henni tókst þó að ná sínum markmiðum og meira en það í þessari keppni, án inngripa. Lóa hefur frá því í grunnskóla verið að reyna að ná árangri þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl. „Ég hef verið í einkaþjálfun og alls kyns námskeiðum síðan ég var 15 ára. Ég var alltaf að reyna af því að mér leið ekki vel. Stundum náði ég árangri en svo datt þetta alltaf niður aftur. Þegar ég horfi til baka þá held ég að ástæðan fyrir því að ég náði aldrei árangri hafi verið mataræði og hugarfar mitt.“ Lóa dvaldi alls átta vikur á Bifröst en þær þrjár sem fóru i úrslitin voru þar í níu vikur. „Það var stórt skref fyrir mig að fara. Ég fann samt ekkert nema stuðning frá öllum í kringum mig svo ég vissi að þetta yrði allt í lagi. Ég vissi ekkert hvað ég yrði lengi þarna þar sem þú getur verið allt frá einni upp í níu vikur en þegar ég kvaddi fólk þá gerði ég það með því hugarfari að ég yrði allan tímann. Ég sagði við alla „Ég vill ekkert hitta ykkur fyrr en eftir níu vikur,“ þegar ég fór. Ég bara ætlaði alla leið.“Lóa hefur náð ótrúlegum árangri.Ólafía Kristín NorðfjörðErfitt að fara frá dætrunumLóa á tvær stelpur með eiginmanni sínum svo það að fara á Bifröst í Biggest Loser var stórt skref. Stelpurnar eru tveggja og fjögurra ára en þessi eldri átti mjög erfitt með þessa breytingu. „Ég sagði þeim að ég yrði lengi í burtu en tímaskynið hjá börnum er þannig að þau átta sig ekki endilega á því hvað það þýðir. Pabbi þeirra tæklaði það mjög vel og hafði alveg tökin á þessu.“ Lóa var mjög nálægt því markmiði að komast í úrslitin, eiginlega grátlega nálægt því. Hún ákvað þá bara að sigra heimakeppnina og stóð við það fimm mánuðum síðar. Síðan hún kom heim aftur hefur eldri dóttirin átt smá erfitt með að mamma sín færi úr húsi. „Þetta fékk svolítið á hana að ég hafi farið í burtu í svona langan tíma svo við höfum verið að vinna saman í þessu síðan ég kom heim í júní. Bara til þess að fara í ræktina í einn og hálfan tíma þurfti ég að hafa kveðjustund og útskýra fyrir henni að ég kæmi strax aftur. Það er búið að taka okkur nokkra mánuði og er eiginlega ennþá svolítil vinna. Ég sýni henni tillit með þetta og gef mér góðan tíma til að kveðja hana.“ Hún veit þó að þetta er betra fyrir fjölskylduna til lengri tíma litið. „Ég kem sterkari út úr þessu og hef öðlast betri andlega heilsu líka. Þetta skiptir svo miklu máli fyrir framtíðina þeirra líka.“Heimþrá alla keppninaLóa vissi alveg út í hvað hún væri að fara og hafði fylgst eitthvað með fyrri þáttaröðum af Biggest Loser. Keppendur eru ekki með net og síma svo þau einangrast mikið frá fólkinu sínu, „Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir mig en ég ákvað líka að nýta þetta tækifæri til að vinna í sjálfri mér. Dvölin þarna var ótrúlega erfið en frábær á sama tíma af því að hún gerði mér bara gott.“ Lóu fannst erfiðast að vera frá fólkinu sínu.„Ég var með heimþrá eiginlega allan tíman.“ Dvölin á Bifröst var Lóu erfið andlega en áhorfendur þáttanna sáu hana taka niður grímuna og tjá sínar raunverulegu tilfinningar. „Ég áttaði mig í rauninni á því hvað ég var raunverulega lasin, andlega og líkamlega.“ Lóa segir að hún hafi lengi sett upp grímu þegar henni leið illa en það sé breytt í dag þökk sé þáttunum.Lóa segir að það hafi verið erfitt að fara frá eiginmanninum og dætrunum.Ólafía Kristín NorðfjörðVar aldrei ein„Áður en ég fór hélt ég að það yrði erfitt að búa með ókunnugu fólki en það var það ekki, ég á eiginlega frekar auðvelt með að aðlagast.“ Lóa segir að liðið hennar hafi verið náið og samskipti þeirra gengið vel. „Við settumst niður og ákváðum að suma daga ættum við erfiða daga og þá myndum við bara bera tillit fyrir því. En það var líka lagt upp með því að við myndum passa upp á hvort annað.“ Lóa segir að það hafi hjálpað að geta treyst á hina keppendurna.„Ég var aldrei ein, eða ég upplifði það allavega þannig. Ég gat alltaf leitað til hinna.“Vigtuðu allan matGuðríður Torfadóttir og Evert Víglundsson sjá um að þjálfa keppendur þáttanna og segir Lóa að mataræðið sem þau setji sín lið á sé mjög ólíkt. „Við til dæmis vigtuðum alltaf matinn okkar. Við vorum á föstum máltíðum, semsagt morgunmat, millimál, hádegismat, millimál og kvöldmat. Það hentaði mér að borða fimm sinnum á dag og ég hef passað það áfram síðan ég kom heim.“ Lóa vigtar þó ekki lengur matinn sinn og segjir að með tímanum hafi hún byrjað að átta sig á magninu án þess að vigta matinn. „Ég geri það samt alveg stundum.“Margir fara aftur í sama fariðÁ Bifröst var Lóa á mjög hreinu fæði en þegar hún kom heim í sumar byrjaði hún strax að aðlaga mataræðið að því sem myndi henta sér vel til framtíðar. Vildi hún breyta um lífsstíl, ekki bara fara í tímabundna megrun. „Ég er enn að vinna með það þannig að mér finnst gaman að segja frá því að árangurinn minn var heilbrigður. Ég náði þessum árangri ekki með öfgum. Ég var alveg að leyfa mér eitthvað því ég vildi að ég myndi endast. Ég vildi vera stolt af því að ég hefði náð þessu á heilbrigðan hátt, ekki í öfgum eða með einhverri aðstoð frá einhverjum ólöglegum töflum.“ Lóa breytti lífsstílnum með þeim hætti að hann myndi ekki breytast aftur strax eftir lokaþáttinn og síðustu vigtunina. Margir keppendur fara strax aftur í sama farið eftir keppni. „Maður hefur alveg séð það á mörgum, því miður, að þau eru alveg á fullu í þessari keppni og gleyma kannski að fara út fyrir það og hugsa „Hvað svo? Hvað kemur á eftir þessari keppni?“ Ég hugsaði þetta auðvitað líka sem keppni og langaði mikið að vinna en var samt að passa mig að hugsa bara um það.“Lóa segir að systir sín sé ein helsta fyrirmynd sín í Crossfit en þær fóru saman á sína fyrstu æfingu á síðasta ári og hafa náð frábærum árangri.Alda María Norðfjörð„Köttaði“ síðustu fjórar vikurnarKeppnin var alls sjö mánuðir, Lóa var tvo mánuði af því á Bifröst og svo fimm mánuði heima hjá sér. „Síðustu fjórar vikurnar var ég á mataræði sem entist ekki, bara alveg eins og fólk sem keppir í fitness eða einhverri keppni. Ég tók fjórar vikur í niðurskurð.“ Lóa segir að hún hafi í þessar fjórar vikur borðað mikið af því sama. Flestar máltíðir hafi verið hafragrautur, grænmeti, fiskur, kjúklingur eða eggjahvítur. „Þetta reyndi rosalega á mig en ég hafði mikinn stuðning og allir vinirnir minntu mig á að ég gæti þetta, það væri svo lítið eftir og svo gæti ég aftur farið í þann lífsstíl sem ég hafði byrjað á.“ Lóa hefur nú komist að því að hún sé matarfíkill og er því meðvituð um að mataræði sé eitthvað sem hún muni alltaf koma til með að hugsa mikið um í sínu daglega lífi.Erfitt að detta út„Ég ætlaði að vinna keppnina svo það var ótrúlega erfitt að detta út. Ég var komin þetta langt og langaði svo að klára síðustu vikuna. Það voru mjög miklar tilfinningar sem fóru í gang. Ég leyfði mér bara aðeins að vera sár út í sjálfa mig en svo fór ég strax í það að hugsa að stelpurnar ættu þetta líka mjög mikið skilið. Ég hugsaði að ég hefði alveg náð góðum árangri og myndi bara taka heimakeppnina.“ Lóa telur að andlega hliðin hafi komið í veg fyrir að hún færi alla leið í þriggja keppenda úrslitin. „Ég held að síðustu vikuna mína hafi ég verið komin svo mikið heim í hausnum. Hugarfarið mitt var þannig, ég var komin með svo mikla heimþrá. Systir mín var ófrísk og átti von á sér á þessum tíma. Dóttir mín átti fjögurra ára afmæli vikuna á eftir og ég hefði misst af því ef ég hefði verið áfram.“ Hún sér þó ekki eftir neinu og er mjög ánægð með að hafa tekið þátt í keppninni.„Þetta var eitthvað sem ég þurfti.“Féll fyrir crossfitLóu gengur vel með þennan breytta lífsstíl og ætlar sér að viðhalda sínum góða árangri og setja sér nýjar áskoranir. Hún segir að æfingarnar séu mun skemmtilegri eftir þyngdartapið og æfir crossfit af krafti. Lóa fór á grunnnámskeið í crossfit árið 2016 fyrir keppnina og heillaðist af þeirri íþrótt. Eftir Biggest Loser gengur henni enn betur að bæta sig og styrkja. „Þetta er mín íþrótt. Mér finnst gaman að sjá bætingar og allir litlu sigrarnir eru svo frábærir, bara eins og að ég er byrjuð að geta gert nokkrar armbeygjur á tánum. Að standa á höndum upp við vegg er eitthvað sem ég var búin að reyna í heilt ár og svo allt í einu gat ég það um daginn.“ Hún fagnar hverjum fimm kílóum sem hún bætir á lóðastangirnar. Crossfit hentar henni vel þar sem hún er með keppnisskap og í crossfit er hún sífellt að reyna að bæta sig. „Þetta er allt svo hvetjandi. Ég er ekki í keppni við neinn, ég er bara í keppni við sjálfa mig.“ Lóa er ótrúlega ánægð með árangur sinn í Biggest loser og segir að þetta hafi tekist án allra öfga.Ólafía Kristín NorðfjörðLokaþátturinn var byrjunarreiturLóa segir að það hafi komið sér á óvart að vinna heimakeppnina þó að það hafi verið markmiðið hennar. „Ég kom þarna inn sem léttasti keppandinn og þurfti því að verða mjög létt miðað við hina til að vinna. Ég gaf því bara allt í þetta og var með ótrúlega góðan stuðning heima, ég hefði ekki getað haft það betra hvað það varðar.“ Hún sá lokaþáttinn ekki sem endapunkt heldur byrjunarreit. „Þetta var nýtt upphaf. Keppnin var búin en fyrir mér var lífið bara að byrja. Ég er búin að ná brjáluðum árangri í líkamlegu heilsunni og andlega heilsan er allt önnur.“Lét allt flakka„Ég hrundi rosalega mikið andlega í sumar í kvíða og þunglyndi. Það var vegna þess að það var verið að berja svo mikið á mann að ná þessu út, sem ég er mjög þakklát fyrir í dag.“ Lóa byrjaði í kjölfarið hjá sálfræðingi og er enn að vinna í andlegri heilsu sinni. Hún viðurkennir að á Bifröst hafi verið ýtt á keppendur til þess að þeir myndu vinna úr sínum tilfinningum. „Ég var týpan sem var mikið grátandi og lét bara allt flakka. Ég fann fyrir létti í hvert skipti sem ég losaði eitthvað. Það var hamrað á mér og ég fór að gráta og það losnaði alltaf aðeins meira. Ég var greinilega með gríðarlega mikla uppsafnaða vanlíðan." Lóa valdi að horfa á þættina og var hún bara nokkuð ánægð með það sem sýnt var af henni. „Ég var smá stressuð fyrir fyrsta þáttinn yfir því hvernig ég yrði sýnd, bara sem manneskja. Hvort ég yrði gerð að keppnismanneskju sem væri gribba eða bara sýnd sem ég sjálf, sem var svo gert.“Lóu hefur aldrei liðið betur, líkamlega og andlega.Alda María NorðfjörðHætt að nota grímuLóa segir að hún hafi líka verið með lélega sjálfsmynd og lítið sjálfstraust fyrir keppnina. „Ég er að vinna í því að vera ánægðari með mig og geri það til dæmis með bætingum í líkamsræktinni, það er hvetjandi fyrir mig. Ég er að ná þeirri andlegu og líkamlegu heilsu sem mig hefur alltaf langað til að vera með.“ Í fyrsta skipti reynir hún ekki að fela vanlíðan sína eða gera lítið úr tilfinningum sínum. „Að geta tjáð mig án þess að skammast mín fyrir það. Ég var alltaf Lóa sem var trúðurinn í hópnum og átti að vera alltaf hress og kát. Mér átti bara að líða vel og var alltaf með grímuna á mér.“ Þakkar hún þáttunum fyrir að hafa opnað augu sín fyrir mikilvægi andlegri líðan í líkamlegri heilsu. „Þættirnir sýndu mér á hvaða stað ég væri í lífinu og hverju ég þyrfti að breyta. Ég fór ekki að sjá árangur fyrr en ég vann í andlegri líðan, þetta spilar svo mikið saman. Ég er loksins núna hvernig andleg og líkamleg líðan, hugarfar og heilsa vinna saman og hvernig ég eigi að vinna í því.“Sýna krassandi efni sem selurLóa segir að það hafi verið skrítið að lesa gagnrýni um þættina á netinu á meðan þeir voru í sýningu. „Ég gat ekki hætt að lesa þetta þó að það léti mér líða illa. Mín upplifun af þáttunum var góð. Gurrý var æðislegur þjálfari sem var til staðar fyrir okkur og tæklaði með okkur allt sem kom upp. Ef það var eitthvað að angra mig þá settist hún niður með mér og ræddi það.“ Lóa viðurkennir auðvitað að það hafi gengið á miklu á meðan tökum stað en þau hafi líka átt frábærar stundir saman þegar myndavélarnar voru ekki að taka upp. „Auðvitað er meira sýnt af drama en það var ekki alltaf drama. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman, stundum í tuttugu stiga hita og sól.“ Hún segir að þættirnir hafi aðeins sýnt 45 mínútur frá hverri viku í dvöl þeirra svo þeir hafi kannski ekki endilega gefið rétta mynd af því hvernig dagar keppanda voru. „Þetta er sjónvarpsþáttur, þeir sýna bara 45 mínútur og okkur fannst það svolítið gleymast. Þið fáið bara einhverjar mínútur af einhverju krassandi efni sem á að selja. Maður veit aldrei hvernig þetta er klippt, maður segir kannski eitthvað í einu viðtali og eitthvað annað í öðru viðtali og svo er þetta kannski klippt saman.“ Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég var bara komin með nóg. Ég var búin að reyna mjög lengi sjálf að ná heilbrigðum lífsstíl,“ segir Ólafía Kristín Norðfjörð um ástæðu þess að hún sótti um að fá að keppa í Biggest Loser þáttunum. Ólafía Kristín er betur þekkt sem Lóa en hún heillaði áhorfendur síðustu þáttaraðar með einlægni og skemmtilegu keppnisskapi. Lóa var datt út úr þáttunum og var send heim eftir átta vikur á Bifröst en vann heimakeppnina í úrslitunum í nóvember. „Mér líður bara alveg ótrúlega vel,“ segir Lóa í samtali við Vísi. Lóa var 117,9 kíló þegar hún byrjaði í Biggest Loser en var 72,5 kíló í lokaþættinum. Hún léttist því um 41,2 kíló sem nemur 36,2 prósent af heildarþyngd.Mataræðið var ekki í lagi„Ég sá keppnina auglýsta og ákvað bara að slá til. Ég hugsaði með mér að þetta gæti verið það síðasta sem ég reyndi áður en ég myndi grípa til einhvers inngrips, þá hvað varðar aðgerðir eða annað.“ Þegar Lóa skráði sig í keppnina hafði hún verið byrjuð að ræða aðgerðarmöguleika við manninn sinn. Henni tókst þó að ná sínum markmiðum og meira en það í þessari keppni, án inngripa. Lóa hefur frá því í grunnskóla verið að reyna að ná árangri þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl. „Ég hef verið í einkaþjálfun og alls kyns námskeiðum síðan ég var 15 ára. Ég var alltaf að reyna af því að mér leið ekki vel. Stundum náði ég árangri en svo datt þetta alltaf niður aftur. Þegar ég horfi til baka þá held ég að ástæðan fyrir því að ég náði aldrei árangri hafi verið mataræði og hugarfar mitt.“ Lóa dvaldi alls átta vikur á Bifröst en þær þrjár sem fóru i úrslitin voru þar í níu vikur. „Það var stórt skref fyrir mig að fara. Ég fann samt ekkert nema stuðning frá öllum í kringum mig svo ég vissi að þetta yrði allt í lagi. Ég vissi ekkert hvað ég yrði lengi þarna þar sem þú getur verið allt frá einni upp í níu vikur en þegar ég kvaddi fólk þá gerði ég það með því hugarfari að ég yrði allan tímann. Ég sagði við alla „Ég vill ekkert hitta ykkur fyrr en eftir níu vikur,“ þegar ég fór. Ég bara ætlaði alla leið.“Lóa hefur náð ótrúlegum árangri.Ólafía Kristín NorðfjörðErfitt að fara frá dætrunumLóa á tvær stelpur með eiginmanni sínum svo það að fara á Bifröst í Biggest Loser var stórt skref. Stelpurnar eru tveggja og fjögurra ára en þessi eldri átti mjög erfitt með þessa breytingu. „Ég sagði þeim að ég yrði lengi í burtu en tímaskynið hjá börnum er þannig að þau átta sig ekki endilega á því hvað það þýðir. Pabbi þeirra tæklaði það mjög vel og hafði alveg tökin á þessu.“ Lóa var mjög nálægt því markmiði að komast í úrslitin, eiginlega grátlega nálægt því. Hún ákvað þá bara að sigra heimakeppnina og stóð við það fimm mánuðum síðar. Síðan hún kom heim aftur hefur eldri dóttirin átt smá erfitt með að mamma sín færi úr húsi. „Þetta fékk svolítið á hana að ég hafi farið í burtu í svona langan tíma svo við höfum verið að vinna saman í þessu síðan ég kom heim í júní. Bara til þess að fara í ræktina í einn og hálfan tíma þurfti ég að hafa kveðjustund og útskýra fyrir henni að ég kæmi strax aftur. Það er búið að taka okkur nokkra mánuði og er eiginlega ennþá svolítil vinna. Ég sýni henni tillit með þetta og gef mér góðan tíma til að kveðja hana.“ Hún veit þó að þetta er betra fyrir fjölskylduna til lengri tíma litið. „Ég kem sterkari út úr þessu og hef öðlast betri andlega heilsu líka. Þetta skiptir svo miklu máli fyrir framtíðina þeirra líka.“Heimþrá alla keppninaLóa vissi alveg út í hvað hún væri að fara og hafði fylgst eitthvað með fyrri þáttaröðum af Biggest Loser. Keppendur eru ekki með net og síma svo þau einangrast mikið frá fólkinu sínu, „Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir mig en ég ákvað líka að nýta þetta tækifæri til að vinna í sjálfri mér. Dvölin þarna var ótrúlega erfið en frábær á sama tíma af því að hún gerði mér bara gott.“ Lóu fannst erfiðast að vera frá fólkinu sínu.„Ég var með heimþrá eiginlega allan tíman.“ Dvölin á Bifröst var Lóu erfið andlega en áhorfendur þáttanna sáu hana taka niður grímuna og tjá sínar raunverulegu tilfinningar. „Ég áttaði mig í rauninni á því hvað ég var raunverulega lasin, andlega og líkamlega.“ Lóa segir að hún hafi lengi sett upp grímu þegar henni leið illa en það sé breytt í dag þökk sé þáttunum.Lóa segir að það hafi verið erfitt að fara frá eiginmanninum og dætrunum.Ólafía Kristín NorðfjörðVar aldrei ein„Áður en ég fór hélt ég að það yrði erfitt að búa með ókunnugu fólki en það var það ekki, ég á eiginlega frekar auðvelt með að aðlagast.“ Lóa segir að liðið hennar hafi verið náið og samskipti þeirra gengið vel. „Við settumst niður og ákváðum að suma daga ættum við erfiða daga og þá myndum við bara bera tillit fyrir því. En það var líka lagt upp með því að við myndum passa upp á hvort annað.“ Lóa segir að það hafi hjálpað að geta treyst á hina keppendurna.„Ég var aldrei ein, eða ég upplifði það allavega þannig. Ég gat alltaf leitað til hinna.“Vigtuðu allan matGuðríður Torfadóttir og Evert Víglundsson sjá um að þjálfa keppendur þáttanna og segir Lóa að mataræðið sem þau setji sín lið á sé mjög ólíkt. „Við til dæmis vigtuðum alltaf matinn okkar. Við vorum á föstum máltíðum, semsagt morgunmat, millimál, hádegismat, millimál og kvöldmat. Það hentaði mér að borða fimm sinnum á dag og ég hef passað það áfram síðan ég kom heim.“ Lóa vigtar þó ekki lengur matinn sinn og segjir að með tímanum hafi hún byrjað að átta sig á magninu án þess að vigta matinn. „Ég geri það samt alveg stundum.“Margir fara aftur í sama fariðÁ Bifröst var Lóa á mjög hreinu fæði en þegar hún kom heim í sumar byrjaði hún strax að aðlaga mataræðið að því sem myndi henta sér vel til framtíðar. Vildi hún breyta um lífsstíl, ekki bara fara í tímabundna megrun. „Ég er enn að vinna með það þannig að mér finnst gaman að segja frá því að árangurinn minn var heilbrigður. Ég náði þessum árangri ekki með öfgum. Ég var alveg að leyfa mér eitthvað því ég vildi að ég myndi endast. Ég vildi vera stolt af því að ég hefði náð þessu á heilbrigðan hátt, ekki í öfgum eða með einhverri aðstoð frá einhverjum ólöglegum töflum.“ Lóa breytti lífsstílnum með þeim hætti að hann myndi ekki breytast aftur strax eftir lokaþáttinn og síðustu vigtunina. Margir keppendur fara strax aftur í sama farið eftir keppni. „Maður hefur alveg séð það á mörgum, því miður, að þau eru alveg á fullu í þessari keppni og gleyma kannski að fara út fyrir það og hugsa „Hvað svo? Hvað kemur á eftir þessari keppni?“ Ég hugsaði þetta auðvitað líka sem keppni og langaði mikið að vinna en var samt að passa mig að hugsa bara um það.“Lóa segir að systir sín sé ein helsta fyrirmynd sín í Crossfit en þær fóru saman á sína fyrstu æfingu á síðasta ári og hafa náð frábærum árangri.Alda María Norðfjörð„Köttaði“ síðustu fjórar vikurnarKeppnin var alls sjö mánuðir, Lóa var tvo mánuði af því á Bifröst og svo fimm mánuði heima hjá sér. „Síðustu fjórar vikurnar var ég á mataræði sem entist ekki, bara alveg eins og fólk sem keppir í fitness eða einhverri keppni. Ég tók fjórar vikur í niðurskurð.“ Lóa segir að hún hafi í þessar fjórar vikur borðað mikið af því sama. Flestar máltíðir hafi verið hafragrautur, grænmeti, fiskur, kjúklingur eða eggjahvítur. „Þetta reyndi rosalega á mig en ég hafði mikinn stuðning og allir vinirnir minntu mig á að ég gæti þetta, það væri svo lítið eftir og svo gæti ég aftur farið í þann lífsstíl sem ég hafði byrjað á.“ Lóa hefur nú komist að því að hún sé matarfíkill og er því meðvituð um að mataræði sé eitthvað sem hún muni alltaf koma til með að hugsa mikið um í sínu daglega lífi.Erfitt að detta út„Ég ætlaði að vinna keppnina svo það var ótrúlega erfitt að detta út. Ég var komin þetta langt og langaði svo að klára síðustu vikuna. Það voru mjög miklar tilfinningar sem fóru í gang. Ég leyfði mér bara aðeins að vera sár út í sjálfa mig en svo fór ég strax í það að hugsa að stelpurnar ættu þetta líka mjög mikið skilið. Ég hugsaði að ég hefði alveg náð góðum árangri og myndi bara taka heimakeppnina.“ Lóa telur að andlega hliðin hafi komið í veg fyrir að hún færi alla leið í þriggja keppenda úrslitin. „Ég held að síðustu vikuna mína hafi ég verið komin svo mikið heim í hausnum. Hugarfarið mitt var þannig, ég var komin með svo mikla heimþrá. Systir mín var ófrísk og átti von á sér á þessum tíma. Dóttir mín átti fjögurra ára afmæli vikuna á eftir og ég hefði misst af því ef ég hefði verið áfram.“ Hún sér þó ekki eftir neinu og er mjög ánægð með að hafa tekið þátt í keppninni.„Þetta var eitthvað sem ég þurfti.“Féll fyrir crossfitLóu gengur vel með þennan breytta lífsstíl og ætlar sér að viðhalda sínum góða árangri og setja sér nýjar áskoranir. Hún segir að æfingarnar séu mun skemmtilegri eftir þyngdartapið og æfir crossfit af krafti. Lóa fór á grunnnámskeið í crossfit árið 2016 fyrir keppnina og heillaðist af þeirri íþrótt. Eftir Biggest Loser gengur henni enn betur að bæta sig og styrkja. „Þetta er mín íþrótt. Mér finnst gaman að sjá bætingar og allir litlu sigrarnir eru svo frábærir, bara eins og að ég er byrjuð að geta gert nokkrar armbeygjur á tánum. Að standa á höndum upp við vegg er eitthvað sem ég var búin að reyna í heilt ár og svo allt í einu gat ég það um daginn.“ Hún fagnar hverjum fimm kílóum sem hún bætir á lóðastangirnar. Crossfit hentar henni vel þar sem hún er með keppnisskap og í crossfit er hún sífellt að reyna að bæta sig. „Þetta er allt svo hvetjandi. Ég er ekki í keppni við neinn, ég er bara í keppni við sjálfa mig.“ Lóa er ótrúlega ánægð með árangur sinn í Biggest loser og segir að þetta hafi tekist án allra öfga.Ólafía Kristín NorðfjörðLokaþátturinn var byrjunarreiturLóa segir að það hafi komið sér á óvart að vinna heimakeppnina þó að það hafi verið markmiðið hennar. „Ég kom þarna inn sem léttasti keppandinn og þurfti því að verða mjög létt miðað við hina til að vinna. Ég gaf því bara allt í þetta og var með ótrúlega góðan stuðning heima, ég hefði ekki getað haft það betra hvað það varðar.“ Hún sá lokaþáttinn ekki sem endapunkt heldur byrjunarreit. „Þetta var nýtt upphaf. Keppnin var búin en fyrir mér var lífið bara að byrja. Ég er búin að ná brjáluðum árangri í líkamlegu heilsunni og andlega heilsan er allt önnur.“Lét allt flakka„Ég hrundi rosalega mikið andlega í sumar í kvíða og þunglyndi. Það var vegna þess að það var verið að berja svo mikið á mann að ná þessu út, sem ég er mjög þakklát fyrir í dag.“ Lóa byrjaði í kjölfarið hjá sálfræðingi og er enn að vinna í andlegri heilsu sinni. Hún viðurkennir að á Bifröst hafi verið ýtt á keppendur til þess að þeir myndu vinna úr sínum tilfinningum. „Ég var týpan sem var mikið grátandi og lét bara allt flakka. Ég fann fyrir létti í hvert skipti sem ég losaði eitthvað. Það var hamrað á mér og ég fór að gráta og það losnaði alltaf aðeins meira. Ég var greinilega með gríðarlega mikla uppsafnaða vanlíðan." Lóa valdi að horfa á þættina og var hún bara nokkuð ánægð með það sem sýnt var af henni. „Ég var smá stressuð fyrir fyrsta þáttinn yfir því hvernig ég yrði sýnd, bara sem manneskja. Hvort ég yrði gerð að keppnismanneskju sem væri gribba eða bara sýnd sem ég sjálf, sem var svo gert.“Lóu hefur aldrei liðið betur, líkamlega og andlega.Alda María NorðfjörðHætt að nota grímuLóa segir að hún hafi líka verið með lélega sjálfsmynd og lítið sjálfstraust fyrir keppnina. „Ég er að vinna í því að vera ánægðari með mig og geri það til dæmis með bætingum í líkamsræktinni, það er hvetjandi fyrir mig. Ég er að ná þeirri andlegu og líkamlegu heilsu sem mig hefur alltaf langað til að vera með.“ Í fyrsta skipti reynir hún ekki að fela vanlíðan sína eða gera lítið úr tilfinningum sínum. „Að geta tjáð mig án þess að skammast mín fyrir það. Ég var alltaf Lóa sem var trúðurinn í hópnum og átti að vera alltaf hress og kát. Mér átti bara að líða vel og var alltaf með grímuna á mér.“ Þakkar hún þáttunum fyrir að hafa opnað augu sín fyrir mikilvægi andlegri líðan í líkamlegri heilsu. „Þættirnir sýndu mér á hvaða stað ég væri í lífinu og hverju ég þyrfti að breyta. Ég fór ekki að sjá árangur fyrr en ég vann í andlegri líðan, þetta spilar svo mikið saman. Ég er loksins núna hvernig andleg og líkamleg líðan, hugarfar og heilsa vinna saman og hvernig ég eigi að vinna í því.“Sýna krassandi efni sem selurLóa segir að það hafi verið skrítið að lesa gagnrýni um þættina á netinu á meðan þeir voru í sýningu. „Ég gat ekki hætt að lesa þetta þó að það léti mér líða illa. Mín upplifun af þáttunum var góð. Gurrý var æðislegur þjálfari sem var til staðar fyrir okkur og tæklaði með okkur allt sem kom upp. Ef það var eitthvað að angra mig þá settist hún niður með mér og ræddi það.“ Lóa viðurkennir auðvitað að það hafi gengið á miklu á meðan tökum stað en þau hafi líka átt frábærar stundir saman þegar myndavélarnar voru ekki að taka upp. „Auðvitað er meira sýnt af drama en það var ekki alltaf drama. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman, stundum í tuttugu stiga hita og sól.“ Hún segir að þættirnir hafi aðeins sýnt 45 mínútur frá hverri viku í dvöl þeirra svo þeir hafi kannski ekki endilega gefið rétta mynd af því hvernig dagar keppanda voru. „Þetta er sjónvarpsþáttur, þeir sýna bara 45 mínútur og okkur fannst það svolítið gleymast. Þið fáið bara einhverjar mínútur af einhverju krassandi efni sem á að selja. Maður veit aldrei hvernig þetta er klippt, maður segir kannski eitthvað í einu viðtali og eitthvað annað í öðru viðtali og svo er þetta kannski klippt saman.“
Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira