Mikilvægt að opna sig Vera Einarsdóttir skrifar 18. desember 2017 11:00 Jólin eru fjölskylduhátíð og þeim fylgja miklar væntingar. Einmitt þess vegna geta þau reynst þeim sem standa í erfiðum sporum kvíðvænleg og þungbær. Það veit áfengis- og vímuefnaráðgjafinn Guðrún Björg Ágústsdóttir en hún aðstoðar meðal annars foreldra barna í neyslu og þekkir erfiðleika. Jólunum fylgir mikið tilstand. Fjölskyldur og vinir sameinast og í hugum flestra á hamingja og gleði að vera við völd. Sú er þó ekki alltaf raunin. Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi, hittir foreldra sem eiga unglinga eða ungmenni í neyslu og eru flestir þeirra sammála um að desember sé erfiðasti mánuður ársins. Hjá þeim bætist kvíðinn yfir því hvernig ástandið verði á unglingnum yfir hátíðarnar ofan á hinn hefðbundna jólaundirbúning, sem flestir eiga fullt í fangi með. „Ef unglingurinn býr heima veltir fólk því fyrir sér hvort hann verði edrú á jólunum eða láti sig jafnvel hverfa sem gerir það að verkum að fjölskyldan situr til borðs með kvíðahnút í maganum. Ef hann er heima og undir áhrifum hefur fólk áhyggjur af því að hann muni eyðileggja jólahaldið fyrir systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Ef hann er fluttur að heiman en er boðið heim veltir það því fyrir sér hvort hann nái að halda sér edrú rétt á meðan og þar fram eftir götunum en auk þess hefur það stöðugar áhyggjur af velferð viðkomandi,“ segir Guðrún. Hún segir líka algengt að allt fari í háaloft hjá fjölskyldum í þessum sporum um jól. „Fólk er undir meira álagi en auk þess gerir fríið það að verkum að meira er um partí og veislur og því meira útstáelsi á unglingnum en ella. Ef hann er enn í skóla fer rútínan auk þess öll úr skorðum og allt ýtir þetta undir uppþot.“ Tilfinningalega reynist ástandið foreldrum mjög erfitt og kannast margir að sögn Guðrúnar við að einangra sig. „Það getur verið erfitt að fara í jólaboð eða vinnupartí með tilheyrandi spurningaflóði um ástand unglingsins. Eins getur verið erfitt að taka því ef fólk forðast að nefna hann á nafn. Þá getur verið erfitt að fara út og sjá, að því er virðist, hamingjusamar fjölskyldur hvert sem litið er.“ En hvað er til ráða? „Það er engin töfralausn í þessum efnum en eitt er víst að þetta er mjög sértækur vandi sem fólk getur ekki tekist á við upp á eigin spýtur. Ég mæli því eindregið með því að það leiti sér hjálpar.“ Þó ástandið sé að sögn Guðrúnar ömurlegt og sorglegt mælir hún meðal annars með því að foreldrar reyni að styrkja sig með því að njóta einhvers hluta jólanna, þrátt fyrir allt. Að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig áður en þau aðstoða börnin, eins og oft er sagt og fara í jólaboð eða gera annað sem gleður. „Þá þarf að reyna að hlúa að öðrum börnum á heimilinu, ef þau eru til staðar, ásamt því að reyna að setja unglingnum mörk varðandi það að vera ekki undir áhrifum til borðs og koma ekki ef staðan er þannig. Þá getur verið gott að hitta foreldra í svipuðum sporum og sjá að maður er ekki einn. Vandinn er nefnilega útbreiddari en margur heldur og mín reynsla er sú að foreldum sem sækja stuðningshópa í Foreldrahúsi líður betur.“ Guðrún segir það raunar alltaf eiga við um áfengis- og vímuefnavanda, að gott sé að ræða hlutina í stað þess að loka sig af. „Það er í raun það sem við ráðleggjum börnum jafnt sem fullorðnum, enda eykur það líkur á að skorið verði á hnútinn.“ Guðrún segir erfitt að eiga við það ef foreldrar eru alkóhólistar eða í neyslu og oft þurfa börn að upplifa margt áður en þau fá tilhlýðilega aðstoð. „Í fyrstu halda þau eflaust að ástandið sé eðlilegt en þegar þau eldast er best ef þau geta sagt frá enda eykur það líkurnar á að þau fái aðstoð og að hlutirnir breytist.“ Jólin eru líka erfið fjölskyldum sem glíma við fátækt en í þeim efnum mælir Guðrún með að fólk leggi áherslu á samverustundir í stað fata- og gjafakaupa. „Ef við stöldrum við og hugsum um hvaða jólaminningar eru okkur dýrmætastar tengjast þær í flestum tilfellum samveru frekar en gjöfum.“ Jól Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Allir hefðbundnir í jólatónlist Jól Gott ráð til að takast á við jólastressið Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólin eru fjölskylduhátíð og þeim fylgja miklar væntingar. Einmitt þess vegna geta þau reynst þeim sem standa í erfiðum sporum kvíðvænleg og þungbær. Það veit áfengis- og vímuefnaráðgjafinn Guðrún Björg Ágústsdóttir en hún aðstoðar meðal annars foreldra barna í neyslu og þekkir erfiðleika. Jólunum fylgir mikið tilstand. Fjölskyldur og vinir sameinast og í hugum flestra á hamingja og gleði að vera við völd. Sú er þó ekki alltaf raunin. Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi, hittir foreldra sem eiga unglinga eða ungmenni í neyslu og eru flestir þeirra sammála um að desember sé erfiðasti mánuður ársins. Hjá þeim bætist kvíðinn yfir því hvernig ástandið verði á unglingnum yfir hátíðarnar ofan á hinn hefðbundna jólaundirbúning, sem flestir eiga fullt í fangi með. „Ef unglingurinn býr heima veltir fólk því fyrir sér hvort hann verði edrú á jólunum eða láti sig jafnvel hverfa sem gerir það að verkum að fjölskyldan situr til borðs með kvíðahnút í maganum. Ef hann er heima og undir áhrifum hefur fólk áhyggjur af því að hann muni eyðileggja jólahaldið fyrir systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Ef hann er fluttur að heiman en er boðið heim veltir það því fyrir sér hvort hann nái að halda sér edrú rétt á meðan og þar fram eftir götunum en auk þess hefur það stöðugar áhyggjur af velferð viðkomandi,“ segir Guðrún. Hún segir líka algengt að allt fari í háaloft hjá fjölskyldum í þessum sporum um jól. „Fólk er undir meira álagi en auk þess gerir fríið það að verkum að meira er um partí og veislur og því meira útstáelsi á unglingnum en ella. Ef hann er enn í skóla fer rútínan auk þess öll úr skorðum og allt ýtir þetta undir uppþot.“ Tilfinningalega reynist ástandið foreldrum mjög erfitt og kannast margir að sögn Guðrúnar við að einangra sig. „Það getur verið erfitt að fara í jólaboð eða vinnupartí með tilheyrandi spurningaflóði um ástand unglingsins. Eins getur verið erfitt að taka því ef fólk forðast að nefna hann á nafn. Þá getur verið erfitt að fara út og sjá, að því er virðist, hamingjusamar fjölskyldur hvert sem litið er.“ En hvað er til ráða? „Það er engin töfralausn í þessum efnum en eitt er víst að þetta er mjög sértækur vandi sem fólk getur ekki tekist á við upp á eigin spýtur. Ég mæli því eindregið með því að það leiti sér hjálpar.“ Þó ástandið sé að sögn Guðrúnar ömurlegt og sorglegt mælir hún meðal annars með því að foreldrar reyni að styrkja sig með því að njóta einhvers hluta jólanna, þrátt fyrir allt. Að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig áður en þau aðstoða börnin, eins og oft er sagt og fara í jólaboð eða gera annað sem gleður. „Þá þarf að reyna að hlúa að öðrum börnum á heimilinu, ef þau eru til staðar, ásamt því að reyna að setja unglingnum mörk varðandi það að vera ekki undir áhrifum til borðs og koma ekki ef staðan er þannig. Þá getur verið gott að hitta foreldra í svipuðum sporum og sjá að maður er ekki einn. Vandinn er nefnilega útbreiddari en margur heldur og mín reynsla er sú að foreldum sem sækja stuðningshópa í Foreldrahúsi líður betur.“ Guðrún segir það raunar alltaf eiga við um áfengis- og vímuefnavanda, að gott sé að ræða hlutina í stað þess að loka sig af. „Það er í raun það sem við ráðleggjum börnum jafnt sem fullorðnum, enda eykur það líkur á að skorið verði á hnútinn.“ Guðrún segir erfitt að eiga við það ef foreldrar eru alkóhólistar eða í neyslu og oft þurfa börn að upplifa margt áður en þau fá tilhlýðilega aðstoð. „Í fyrstu halda þau eflaust að ástandið sé eðlilegt en þegar þau eldast er best ef þau geta sagt frá enda eykur það líkurnar á að þau fái aðstoð og að hlutirnir breytist.“ Jólin eru líka erfið fjölskyldum sem glíma við fátækt en í þeim efnum mælir Guðrún með að fólk leggi áherslu á samverustundir í stað fata- og gjafakaupa. „Ef við stöldrum við og hugsum um hvaða jólaminningar eru okkur dýrmætastar tengjast þær í flestum tilfellum samveru frekar en gjöfum.“
Jól Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Allir hefðbundnir í jólatónlist Jól Gott ráð til að takast á við jólastressið Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira