„Allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 12:54 Logi Einarsson, er formaður Samfylkingarinnar en flokkurinn er afar gagnrýninn á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Eyþór Samfylkingin er afar gagnrýnin á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Segir í tilkynningu frá flokknum að sé frumvarpið nú borið saman við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé „einungis [...] gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð,“ segir í tilkynningu. Flokkurinn gagnrýnir sérstaklega skort á á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu og segir meðal annars: „Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.“ Í tilkynningu Samfylkingarinnar er meðal annars nefnt að barnabætur verði jafnháar og í fjárlagafrumvarpi frávarandi ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu fyrir kosningarnar. „Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn. Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa. Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert. Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á. Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang. Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi. Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Samfylkingin er afar gagnrýnin á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Segir í tilkynningu frá flokknum að sé frumvarpið nú borið saman við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé „einungis [...] gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð,“ segir í tilkynningu. Flokkurinn gagnrýnir sérstaklega skort á á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu og segir meðal annars: „Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.“ Í tilkynningu Samfylkingarinnar er meðal annars nefnt að barnabætur verði jafnháar og í fjárlagafrumvarpi frávarandi ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu fyrir kosningarnar. „Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn. Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa. Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert. Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á. Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang. Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi. Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24