Loforð á kaffihúsi tryggði blaðamanni laun Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 11:52 Ásta Andrésdóttir fær greiddar 1,6 millónir auk dráttarvaxta frá Myllusetri vegna vangoldinna launa. Vísir/GVA Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur. Fjölmiðlar Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur.
Fjölmiðlar Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira