Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:06 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Hér er hún á fyrsta degi sínum í ráðuneytinu þegar hún tók við lyklunum. vísir/eyþór Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24