Pepsi pantar 100 Tesla trukka Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:10 Flutningabíll Tesla hefur fengið góðar móttökur og pantanirnar hlaðast inn. Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum. Tesla Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent
Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum.
Tesla Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent