#Metoo: Breyting á kynlífsmenningu og samskiptum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. desember 2017 18:55 Sigga Dögg segir mikilvægt að allir staldri við og velti fyrir sér hvernig breyta megi hlutunum. Vísir/Valgarður Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, sem betur er þekkt sem Sigga Dögg, segir að #Metoo byltingin sé að breyta kynlífsmenningu fólks og samskiptum til bóta. Hún segir að allir verði að vera meðvitaðir og að strákar verði sérstaklega að staldra við. Rætt var við Siggu Dögg í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að það sé að verða rosa breyting. Við sjáum það, meira að segja i Bandaríkjunum þá sjáum við hvernig allar þessar umræður eru búnar að vera að breyta landslaginu hjá háskólunum. Það er bara gerð miklu ríkari krafa um að við séum með samskiptin upp á borðinu og að við tökum samskiptin inn í allt sem við gerum. Sem er náttúrulega frábært því þetta sem við erum að tala um og þessar sögur sem við erum að lesa þær eru ekkert annað en samskiptaleysi, markaleysi,“ segir Sigga Dögg. Hún segir að það sé engin heilög gullin regla um hvar mörk fólks liggja, enda séum við jafn ólík og við erum mörg. „Við erum með ólíkan húmor og við orðum hlutina á ólíkan hátt en það eru samt ákveðnir hlutir sem við getum haft bakvið eyrað. Það er til dæmis er ólík valdastaða? Kannski þekktast í því er yfirmaður – undirmaður, kennari – nemandi. Svo líka getur skipt máli náttúrulega hvernig við orðum hlutina og líka á hvaða tíma dags gerum við það og hvaða orð veljum við til þess.“ Mikilvægt að setja sig í spor annarra Sigga Dögg tekur dæmi um strákahóp sem hún hafi rætt við sem hafi mikið verið að velta sér upp úr #Metoo byltingunni. Stelpur hafi fundist þeir óviðeigandi þegar þeir klipu í rassinn á þeim. Þeir hafi þó talið að þeir væru að hrósa stelpunum. Hún hafi þá snúið dæminu við og spurt þá hvernig þeim hefði fundist ef að til að mynda samkynhneigður karlmaður hefði klipið í rassinn á þeim og sagt að þeir væru sætir. „Þá voru þeir alveg foj, þá fauk í þá. Það mætti alls ekki það væri mjög óviðeigandi og það færi yfir þeirra mörk. Þá aðeins small þetta saman. Stundum þurfum við að velta þessu á koll og geta sett okkur í þessar aðstæður.“ Sigga Dögg segir að vandamálið megi meðal annars finna í dægurmenningu. Þar sé oft talað um að konur segi nei en meini já, það þurfi að ýta á eftir fólki í viðreynslu og ekki megi vera opinskár heldur þurfi að senda tvíræð merki. „Við erum að tala um að taka þessa tvíræðni út. Virkjaðu tungumálið og ef að þú ert óviss spurðu þá og taktu það með inn í allt sem þú gerir. Ekki þú leggja þína merkingu á einhvern annan heldur spurðu hreint út.“Samfélagið alltaf að endurskoða eigin hegðun Sigga Dögg bendir á að það gerist oft að samfélagið þurfi að staldra við og skoða hluti upp á nýtt sem áður þóttu sjálfsagðir. „Við hentum rusli út um gluggann, vildum ekki hafa sætisbelti, var algjörlega ótækt að fara að reykja fyrir utan veitingastaði, það mátti segja alls konar niðrandi kynþáttafordómabrandara og þess háttar. Það þarf bara að einhver segi stopp og við stöldrum við og hugsum okkar gang og núna erum við bara að gera það hér.“ Í öðru dæmi sem hún tekur var hún á veitingastað þegar eldri karlkokkur hafi komið að kvenkyns nema, strokið henni og hvíslað í eyrað á henni. Hún hafi rætt við hana eftir á sem og karlkyns kollega hennar og spurt hvort þeim hafi fundist þetta í lagi. Þeir hafi borið fyrir sig að þetta væri óþarfa viðkvæmni. Ég sagði „strákar þið verðið að staldra við.““ Sigga Dögg segir að þarna hefðu strákarnir átt að koma stúlkunni til varnar, hafa orð á því hvað hegðun kokksins var undarleg, spyrja hvort hann væri núna byrjaður að strjúka kokkum eða eitthvað slíkt. „Það þarf að staldra við og segja eitthvað,“ segir hún. „Ef við skoðum þetta í sögulegu samhengi þá er þetta svo miklu eldra og rótgrónara. Ef þú skoðar þetta til dæmis í miklum karlmennskusamfélögum þá er ofboðslega aðgangshörð snerting og orð sem eru notuð á konur og við konur. Hugsið bara til baka þegar þið voruð ungir, munið þið eftir leikjunum sem voru í skólanum að stela húfunum af stelpunum. Svo var sagt við stelpurnar „æ hann er bara skotinn í þér.“ Þetta í dag til dæmis, þetta látum við ekki líðast. Ég held að við séum að breyta kynlífsmenningunni okkar og samskiptum okkar og ég fagna því.“ MeToo Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, sem betur er þekkt sem Sigga Dögg, segir að #Metoo byltingin sé að breyta kynlífsmenningu fólks og samskiptum til bóta. Hún segir að allir verði að vera meðvitaðir og að strákar verði sérstaklega að staldra við. Rætt var við Siggu Dögg í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að það sé að verða rosa breyting. Við sjáum það, meira að segja i Bandaríkjunum þá sjáum við hvernig allar þessar umræður eru búnar að vera að breyta landslaginu hjá háskólunum. Það er bara gerð miklu ríkari krafa um að við séum með samskiptin upp á borðinu og að við tökum samskiptin inn í allt sem við gerum. Sem er náttúrulega frábært því þetta sem við erum að tala um og þessar sögur sem við erum að lesa þær eru ekkert annað en samskiptaleysi, markaleysi,“ segir Sigga Dögg. Hún segir að það sé engin heilög gullin regla um hvar mörk fólks liggja, enda séum við jafn ólík og við erum mörg. „Við erum með ólíkan húmor og við orðum hlutina á ólíkan hátt en það eru samt ákveðnir hlutir sem við getum haft bakvið eyrað. Það er til dæmis er ólík valdastaða? Kannski þekktast í því er yfirmaður – undirmaður, kennari – nemandi. Svo líka getur skipt máli náttúrulega hvernig við orðum hlutina og líka á hvaða tíma dags gerum við það og hvaða orð veljum við til þess.“ Mikilvægt að setja sig í spor annarra Sigga Dögg tekur dæmi um strákahóp sem hún hafi rætt við sem hafi mikið verið að velta sér upp úr #Metoo byltingunni. Stelpur hafi fundist þeir óviðeigandi þegar þeir klipu í rassinn á þeim. Þeir hafi þó talið að þeir væru að hrósa stelpunum. Hún hafi þá snúið dæminu við og spurt þá hvernig þeim hefði fundist ef að til að mynda samkynhneigður karlmaður hefði klipið í rassinn á þeim og sagt að þeir væru sætir. „Þá voru þeir alveg foj, þá fauk í þá. Það mætti alls ekki það væri mjög óviðeigandi og það færi yfir þeirra mörk. Þá aðeins small þetta saman. Stundum þurfum við að velta þessu á koll og geta sett okkur í þessar aðstæður.“ Sigga Dögg segir að vandamálið megi meðal annars finna í dægurmenningu. Þar sé oft talað um að konur segi nei en meini já, það þurfi að ýta á eftir fólki í viðreynslu og ekki megi vera opinskár heldur þurfi að senda tvíræð merki. „Við erum að tala um að taka þessa tvíræðni út. Virkjaðu tungumálið og ef að þú ert óviss spurðu þá og taktu það með inn í allt sem þú gerir. Ekki þú leggja þína merkingu á einhvern annan heldur spurðu hreint út.“Samfélagið alltaf að endurskoða eigin hegðun Sigga Dögg bendir á að það gerist oft að samfélagið þurfi að staldra við og skoða hluti upp á nýtt sem áður þóttu sjálfsagðir. „Við hentum rusli út um gluggann, vildum ekki hafa sætisbelti, var algjörlega ótækt að fara að reykja fyrir utan veitingastaði, það mátti segja alls konar niðrandi kynþáttafordómabrandara og þess háttar. Það þarf bara að einhver segi stopp og við stöldrum við og hugsum okkar gang og núna erum við bara að gera það hér.“ Í öðru dæmi sem hún tekur var hún á veitingastað þegar eldri karlkokkur hafi komið að kvenkyns nema, strokið henni og hvíslað í eyrað á henni. Hún hafi rætt við hana eftir á sem og karlkyns kollega hennar og spurt hvort þeim hafi fundist þetta í lagi. Þeir hafi borið fyrir sig að þetta væri óþarfa viðkvæmni. Ég sagði „strákar þið verðið að staldra við.““ Sigga Dögg segir að þarna hefðu strákarnir átt að koma stúlkunni til varnar, hafa orð á því hvað hegðun kokksins var undarleg, spyrja hvort hann væri núna byrjaður að strjúka kokkum eða eitthvað slíkt. „Það þarf að staldra við og segja eitthvað,“ segir hún. „Ef við skoðum þetta í sögulegu samhengi þá er þetta svo miklu eldra og rótgrónara. Ef þú skoðar þetta til dæmis í miklum karlmennskusamfélögum þá er ofboðslega aðgangshörð snerting og orð sem eru notuð á konur og við konur. Hugsið bara til baka þegar þið voruð ungir, munið þið eftir leikjunum sem voru í skólanum að stela húfunum af stelpunum. Svo var sagt við stelpurnar „æ hann er bara skotinn í þér.“ Þetta í dag til dæmis, þetta látum við ekki líðast. Ég held að við séum að breyta kynlífsmenningunni okkar og samskiptum okkar og ég fagna því.“
MeToo Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira