Upprifjun fyrir The Last Jedi: Hver eru hvar að gera hvað? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2017 11:15 Margir bíða spenntir eftur nýjustu Star Wars myndinni. Disney Nýjasta myndin úr heimi stjörnustríða, The Last Jedi, verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin er önnur myndin í þriðja þríleiknum um ævintýri Luke Skywalker og félaga og hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því að The Force Awakens var frumsýnd árið 2015. Myndin er sú áttunda sem kemur út í þessum mikla sagnabálki og sú níunda sé Rogue One, sjálfstæð mynd sem gerist í sama heimi, talin með. Aðdáendur stjörnustríða hafa þurft að bíða í tvö ár til þess að sjá hvað Rey, Kylo Ren, Finn, Chewbacca, Snoke og fleiri taka sér fyrir hendur í nýju myndinni. Hér á eftir verður stiklað á stóru um hvað helstu gerendur í The Force Awakens voru að bralla þegar myndinni lauk en The Last Jedi tekur upp þráðinn þar sem síðustu mynd lauk.Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Stjörnustríðsheiminum og þá sérstaklega í síðustu myndinni, The Force Awakens.Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að láta staðar numið hér.First Order svarar fyrir sig Í síðustu mynd komust áhorfendur að því að eftir 30 ára borgarastyrjöld í vetrarbrautinni, sem var grundvöllur fyrsta þríleiks í Stjörnustríðsheiminum, hafi hin svokallaða First Order vaknað til lífsins með það að markmiði að gera út af við New Republic, lýðræðislega ríkið sem fer með stjórnina í vetrarbrautinni. Stjórnendur New Republic höfðu ekki mikinn áhuga á því að berjast af fullum krafti gegn First Order í ótta um að allsherjarstríð myndi brjótast út. Því naut The Resistance, andspyrnuhreyfing undir stjórn Leia Organa, systur Luke Skywalker, stuðnings New Republic til þess að berjast gegn First Order. Í The Force Awakens notaði First Order risastórt geimvopn í anda Helstirnisins til þess að gjöreyða höfuðborg New Republic. Andspyrnuhreyfingunni tókst hins vegar að finna leið til þess að eyðileggja þetta risastóra geimvopn og þannig var skilið við First Order í síðustu mynd. Spurningin sem tekin verður fyrir í The Last Jedi er væntanlega ekki hvort First Order muni svara fyrir sig, heldur hvernig og á hversu umfangsmikinn hátt. Vondu kallarnir í þessum þríleik eru væntanlega í sárum sínum eftir ósigurinn í fyrstu myndinni en fastlega má gera ráð fyrir því að Snoke, leiðtogi þeirra sem leikinn er Andy Serkis, sé með miklar áætlanir uppi um hvernig hægt sé að svara fyrir sig.Rey fann Luke en hvað svo? Tvær ráðgátur voru alltumlykjandi The Force Awakens. Hvar er Luke Skywalker og hver er uppruni hinnar nýju söguhetju, Rey? Svar fékkst við fyrri spurningunni í lok The Force Awakens þar sem Rey fann Luke á eyju þar sem hún afhenti honum geislasverð. Hvað þau munu svo afreka saman er óvíst en telja má víst að andleg líðan Luke hafi verið betri. Hann lét sig hverfa eftir að Kylo Ren, sonur Han Solo og Leiu, sveik hann. Luke hafði stofnað sérstakan Jedi-skóla, þjálfað Kylo, sem þá gekk undir nafninu Ben Solo, í Jedi-fræðunum til þess eins að horfa upp á Ben snúast á sveif með Sith (vondu köllunum) og drepa aðra nemendur Jedi-skóla Luke. Ætlist Rey til þess að Luke þjálfi sig í Jedi-fræðunum má reikna með að Luke muni eiga í erfiðleikum með það, sé horft til hvernig fór með Ben Solo/Kylo Ren. Lítið sem ekkert var gefið uppi um uppruna Rey í The Force Awakens nema það að ýmsir telji hana afar öfluga og mikilvæga. Vonast er til þess að í The Last Jedi fáist einhver svör við seinni spurningunni sem minnst var á hér fyrir ofan. Kannski veit Luke eitthvað um hana, hver veit?Brotin Solo-fjölskylda og einmana Chewie Það er erfitt að segja að The Force Awakens hafi farið mjúkum höndum um Solo-fjölskylduna. Han Solo var myrtur af eigin syni, Ben Solo/Kylo Ren sem snúist hefur á sveif með vondu köllunum á meðan Leia stýrir andspyrnuhreyfingunni og mun væntanlega glíma við sorgina í The Last Jedi, þar sem hún hefur bæði misst eiginmann og son. Carrie Fisher, sem lék Leiu, lést á síðasta ári en hafði lokið tökum á þeim atriðum sen hún leikur í en fróðlegt verður að sjá hvernig framleiðendur Star Wars myndanna glíma við fráfall hennar. Kylo Ren þarf einnig að hitta yfirmann sinn Snoke til þess að segja honum frá því að Rey hafi sigrað hann í bardaga, sem verður líklega ekki auðvelt en mun ef til vill gefa áhorfendum innsýn inn í samband þeirra tveggja. Og svo er það Chewbacca. Hann varð vitni að því þegar Kylo drap Han Solo, besta vin sinn og ferðafélaga. Hann mun því, líkt og Leia, þurfa að glíma við sorgina. Stóra spurningin er þó hver það verður sem mun fylgja Chewie í gegnum The Last Jedi, svo tungumál hans komist til skila.Og svo snúa sjomlarnir aftur Finn og Poe Dameron, sem náðu einstaklega vel saman í The Force Awakens snúa einnig aftur. Finn er að jafna sig af sárum sínum eftir bardaga Rey og Kylo Ren þar sem hann reyndi eftir fremsta megni að aðstoða Rey. Poe er aftur á móti orðinn hetja andspyrnuhreyfingarinnar eftir að hafa sprengt upp risavopn First Order. Eru þeir á sama stað þegar The Last Jedi hefst, í bækistöðvum andspyrnuhreyfingarinnar. Hvernig þetta spilast svo allt saman verður að koma í ljós, en eins og fyrr segir verður The Last Jedi frumsýnd á morgun.Þessi grein er að mestu leyti byggð á umfjöllun Vox. Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Áhorfendur The Last Jedi voru sjáanlega slegnir að sýningu lokinni Um það bil sex þúsund manns sáu myndina í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi. 10. desember 2017 21:04 Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta myndin úr heimi stjörnustríða, The Last Jedi, verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin er önnur myndin í þriðja þríleiknum um ævintýri Luke Skywalker og félaga og hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því að The Force Awakens var frumsýnd árið 2015. Myndin er sú áttunda sem kemur út í þessum mikla sagnabálki og sú níunda sé Rogue One, sjálfstæð mynd sem gerist í sama heimi, talin með. Aðdáendur stjörnustríða hafa þurft að bíða í tvö ár til þess að sjá hvað Rey, Kylo Ren, Finn, Chewbacca, Snoke og fleiri taka sér fyrir hendur í nýju myndinni. Hér á eftir verður stiklað á stóru um hvað helstu gerendur í The Force Awakens voru að bralla þegar myndinni lauk en The Last Jedi tekur upp þráðinn þar sem síðustu mynd lauk.Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Stjörnustríðsheiminum og þá sérstaklega í síðustu myndinni, The Force Awakens.Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að láta staðar numið hér.First Order svarar fyrir sig Í síðustu mynd komust áhorfendur að því að eftir 30 ára borgarastyrjöld í vetrarbrautinni, sem var grundvöllur fyrsta þríleiks í Stjörnustríðsheiminum, hafi hin svokallaða First Order vaknað til lífsins með það að markmiði að gera út af við New Republic, lýðræðislega ríkið sem fer með stjórnina í vetrarbrautinni. Stjórnendur New Republic höfðu ekki mikinn áhuga á því að berjast af fullum krafti gegn First Order í ótta um að allsherjarstríð myndi brjótast út. Því naut The Resistance, andspyrnuhreyfing undir stjórn Leia Organa, systur Luke Skywalker, stuðnings New Republic til þess að berjast gegn First Order. Í The Force Awakens notaði First Order risastórt geimvopn í anda Helstirnisins til þess að gjöreyða höfuðborg New Republic. Andspyrnuhreyfingunni tókst hins vegar að finna leið til þess að eyðileggja þetta risastóra geimvopn og þannig var skilið við First Order í síðustu mynd. Spurningin sem tekin verður fyrir í The Last Jedi er væntanlega ekki hvort First Order muni svara fyrir sig, heldur hvernig og á hversu umfangsmikinn hátt. Vondu kallarnir í þessum þríleik eru væntanlega í sárum sínum eftir ósigurinn í fyrstu myndinni en fastlega má gera ráð fyrir því að Snoke, leiðtogi þeirra sem leikinn er Andy Serkis, sé með miklar áætlanir uppi um hvernig hægt sé að svara fyrir sig.Rey fann Luke en hvað svo? Tvær ráðgátur voru alltumlykjandi The Force Awakens. Hvar er Luke Skywalker og hver er uppruni hinnar nýju söguhetju, Rey? Svar fékkst við fyrri spurningunni í lok The Force Awakens þar sem Rey fann Luke á eyju þar sem hún afhenti honum geislasverð. Hvað þau munu svo afreka saman er óvíst en telja má víst að andleg líðan Luke hafi verið betri. Hann lét sig hverfa eftir að Kylo Ren, sonur Han Solo og Leiu, sveik hann. Luke hafði stofnað sérstakan Jedi-skóla, þjálfað Kylo, sem þá gekk undir nafninu Ben Solo, í Jedi-fræðunum til þess eins að horfa upp á Ben snúast á sveif með Sith (vondu köllunum) og drepa aðra nemendur Jedi-skóla Luke. Ætlist Rey til þess að Luke þjálfi sig í Jedi-fræðunum má reikna með að Luke muni eiga í erfiðleikum með það, sé horft til hvernig fór með Ben Solo/Kylo Ren. Lítið sem ekkert var gefið uppi um uppruna Rey í The Force Awakens nema það að ýmsir telji hana afar öfluga og mikilvæga. Vonast er til þess að í The Last Jedi fáist einhver svör við seinni spurningunni sem minnst var á hér fyrir ofan. Kannski veit Luke eitthvað um hana, hver veit?Brotin Solo-fjölskylda og einmana Chewie Það er erfitt að segja að The Force Awakens hafi farið mjúkum höndum um Solo-fjölskylduna. Han Solo var myrtur af eigin syni, Ben Solo/Kylo Ren sem snúist hefur á sveif með vondu köllunum á meðan Leia stýrir andspyrnuhreyfingunni og mun væntanlega glíma við sorgina í The Last Jedi, þar sem hún hefur bæði misst eiginmann og son. Carrie Fisher, sem lék Leiu, lést á síðasta ári en hafði lokið tökum á þeim atriðum sen hún leikur í en fróðlegt verður að sjá hvernig framleiðendur Star Wars myndanna glíma við fráfall hennar. Kylo Ren þarf einnig að hitta yfirmann sinn Snoke til þess að segja honum frá því að Rey hafi sigrað hann í bardaga, sem verður líklega ekki auðvelt en mun ef til vill gefa áhorfendum innsýn inn í samband þeirra tveggja. Og svo er það Chewbacca. Hann varð vitni að því þegar Kylo drap Han Solo, besta vin sinn og ferðafélaga. Hann mun því, líkt og Leia, þurfa að glíma við sorgina. Stóra spurningin er þó hver það verður sem mun fylgja Chewie í gegnum The Last Jedi, svo tungumál hans komist til skila.Og svo snúa sjomlarnir aftur Finn og Poe Dameron, sem náðu einstaklega vel saman í The Force Awakens snúa einnig aftur. Finn er að jafna sig af sárum sínum eftir bardaga Rey og Kylo Ren þar sem hann reyndi eftir fremsta megni að aðstoða Rey. Poe er aftur á móti orðinn hetja andspyrnuhreyfingarinnar eftir að hafa sprengt upp risavopn First Order. Eru þeir á sama stað þegar The Last Jedi hefst, í bækistöðvum andspyrnuhreyfingarinnar. Hvernig þetta spilast svo allt saman verður að koma í ljós, en eins og fyrr segir verður The Last Jedi frumsýnd á morgun.Þessi grein er að mestu leyti byggð á umfjöllun Vox.
Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22 Áhorfendur The Last Jedi voru sjáanlega slegnir að sýningu lokinni Um það bil sex þúsund manns sáu myndina í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi. 10. desember 2017 21:04 Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
The Last Jedi verður sú lengsta í Stjörnustríðsbálknum Rúmlega níu mínútum lengri en næsta mynd. 28. nóvember 2017 23:22
Áhorfendur The Last Jedi voru sjáanlega slegnir að sýningu lokinni Um það bil sex þúsund manns sáu myndina í Shrine-samkomuhúsinu í Los Angeles í gærkvöldi. 10. desember 2017 21:04
Biðu í sjö tíma í nístingskulda eftir miða á nýju Star Wars myndina Gallharðir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna voru mættir eldsnemma í morgun fyrir utan verslun Nexus í Nóatúni til að tryggja sér miða á forsýningu nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi. 10. desember 2017 12:00