Körfubolti

Blikarnir hentu Hetti úr bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/eyþór
1. deildarlið Breiðabliks er komið í undanúrslit Malt-bikarsins eftir dramatískan sigur á úrvalsdeildarliði Hattar í framlengdum leik í kvöld.

Leikurinn var í járnum lengstum og kom því ekki á óvart að það þyrfti að framlengja.

Í framlengingunni var allur vindur úr gestunum að austan sem voru teknir í bakaríið, 17-6, í framlengingunni.

Breiðablik er því komið í undanúrslit ásamt Haukum, KR og Tindastóli.

Breiðablik-Höttur 96-85 (20-22, 21-15, 20-19, 18-23, 17-6)

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 27/9 fráköst, Snorri Vignisson 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 13, Halldór Halldórsson 11/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Þorbergur Ólafsson 8, Sveinbjörn Jóhannesson 6/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 0, Matthías Örn Karelsson 0, Guðjón Hlynur Sigurðarson 0, Sigurður Sölvi Sigurðarson 0, Hafþór Sigurðarson 0.

Höttur: Kevin Michaud Lewis 16/8 fráköst, Andrée Fares Michelsson 16/5 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 14/17 fráköst/6 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 13/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 12/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Gísli Þórarinn Hallsson 4, Nökkvi Jarl Óskarsson 3, Brynjar Snær Grétarsson 0, Stefán Númi Stefánsson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×