Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 20:12 Opinber fréttaveita Norður-Kóreu sendi þessa mynd frá sér um mánaðarmótin þar sem sjá má íbúa Pyongyang fagna tilraunaskoti sem framkvæmt var þann 29. nóvember. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún. Norður-Kórea Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent, þjáist af næringarskorti. Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi þar í landi sem heldur í raun þrettán milljónum manna á lífi. Þetta kom fram í máli Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Yfirlýst markmið einræðisstjórnar Kim Jong Un er að öðlast getuna til að gera kjarnorkuárásir á meginland Bandaríkjanna. Zeid fór fram á það við öryggisráðið að gert yrði mat á því hve mikil áhrif þvinganirnar hefðu á hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Norður-Kóreu.Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi. Undanfarin ár hefur ríkið þar að auki varið miklum fjármunum í eldflaugar og kjarnorkuvopn.Tókst ekki að koma í veg fyrir fundinn Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað verið sökuð um umfangsmikil mannréttindabrot á íbúum landsins. Þar á meðal eru þeir sakaðir um að reka fangabúðir þar sem komið er fram við fanga með grimmilegum hætti og að pynta íbúa landsins. Þeir segja þessar ásakanir kolrangar. Þetta er í fjórða sinn sem öryggisráðið fundar um ástand mannréttinda í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld Kína reynt að koma í veg fyrir þá alla. Kínverjar segja öryggisráðið ekki vera réttan vettvang til að ræða slíkt og tíminn væri ekki réttur þar sem svo mikil spenna væri á svæðinu. Tíu ríki kusu að þessu sinni að leyfa fundinn á meðan Kína, Rússland og Bólivía kusu gegn því. Eþíópía og Egyptaland sátu hjá. Minnst níu atkvæði þarf til að tryggja að fundir ráðsins fari fram. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að öryggisráðið ætti að ræða mannréttindi oftar og í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök. „Öll ríki sem geta ekki séð um íbúa sína sitja uppi með átök á endanum,“ sagði hún.
Norður-Kórea Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira