Við berum ábyrgð Telma Tómasson skrifar 12. desember 2017 07:00 Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt. Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að. Smávaxinn líkaminn er skítugur, alsettur örum, hárið í óreiðu. Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim. Hún er fimm ára. Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt. Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að. Smávaxinn líkaminn er skítugur, alsettur örum, hárið í óreiðu. Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim. Hún er fimm ára. Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun