Við berum ábyrgð Telma Tómasson skrifar 12. desember 2017 07:00 Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt. Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að. Smávaxinn líkaminn er skítugur, alsettur örum, hárið í óreiðu. Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim. Hún er fimm ára. Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun
Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa. Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt. Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að. Smávaxinn líkaminn er skítugur, alsettur örum, hárið í óreiðu. Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim. Hún er fimm ára. Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun