Fín skilyrði fyrir ísdorg Karl Lúðvíksson skrifar 11. desember 2017 14:18 Kuldinn sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga er kannski ekki auðfúsugestur en það eru samt nokkrir sem fagna frosti. Þeir sem á annað borð eru veiðimenn af lífi og sál láta ekki smámuni eins og frost eða vetur slá sig út af laginu heldur aðlaga sig bara að þessum skilyrðum og fara að veiða. Það var mjög vinsælt fyrir fáum áratugum að veiða í gegnum ís en ótraustur ís hefur verið vandfundin á hlýjum vetri en svo er ekki í dag. Gaddfrostið sem hefur setið yfir landinu hefur gert ís á mörgum vötnum þykkan og góðan svo nú eru fínar aðstæður til að reyna fyrir sér í ísdorgi. Það skal þó ávalt minna veiðimenn á að kanna aðstæður við ísinn vel, fara alls ekki út á ótraustan ís og vera vel búinn. Þeir sem eru með veiðikortið geta stundað dorgveiði út á kortið í nokkrum vötnum sem eru innan þess en það eru vissulega fleiri vötn þar sem hægt er að stunda dorgveiði. Flestar veiðibúðir selja búnað sem þarf til að veiða í gegnum ís t.d. ísbor en það er líka hægt að nota bara litla exi. Besta beitan þykir oft vera rækja sem hefur fengið að slá aðeins í og svo er þetta bara slurkur af þolinmæði en þetta er líka, þegar vel gengur, afskaplega skemmtileg veiði. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði
Kuldinn sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga er kannski ekki auðfúsugestur en það eru samt nokkrir sem fagna frosti. Þeir sem á annað borð eru veiðimenn af lífi og sál láta ekki smámuni eins og frost eða vetur slá sig út af laginu heldur aðlaga sig bara að þessum skilyrðum og fara að veiða. Það var mjög vinsælt fyrir fáum áratugum að veiða í gegnum ís en ótraustur ís hefur verið vandfundin á hlýjum vetri en svo er ekki í dag. Gaddfrostið sem hefur setið yfir landinu hefur gert ís á mörgum vötnum þykkan og góðan svo nú eru fínar aðstæður til að reyna fyrir sér í ísdorgi. Það skal þó ávalt minna veiðimenn á að kanna aðstæður við ísinn vel, fara alls ekki út á ótraustan ís og vera vel búinn. Þeir sem eru með veiðikortið geta stundað dorgveiði út á kortið í nokkrum vötnum sem eru innan þess en það eru vissulega fleiri vötn þar sem hægt er að stunda dorgveiði. Flestar veiðibúðir selja búnað sem þarf til að veiða í gegnum ís t.d. ísbor en það er líka hægt að nota bara litla exi. Besta beitan þykir oft vera rækja sem hefur fengið að slá aðeins í og svo er þetta bara slurkur af þolinmæði en þetta er líka, þegar vel gengur, afskaplega skemmtileg veiði.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði