Innlent

Samþykkja boð stjórnar um að taka við formennsku í nefndum

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati, Logi Einarsson, formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á fundi þeirra í morgun.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati, Logi Einarsson, formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á fundi þeirra í morgun. Vísir/anton
Stjórnarandstaðan samþykkti á fundi sínum í morgun að taka að sér formennsku í þremur af fastanefndum þingsins. Þetta staðfestir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati í samtali við Vísi.

Samfylkingin mun fara með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar formennsku í velferðarnefnd. Flokkarnir munu svo skiptast á formennsku í þessum nefndum að tveimur árum liðnum.

Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.

Þórhildur Sunna segir að ekki hafi verið ákveðið hver muni fara með formennsku í nefndunum en að það muni skýrast á næstu dögum.

Sjá einnig: Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum

Hún kveðst ánægð með samkomulag stjórnarandstöðunnar, en er þó óánægð með að ríkisstjórnin hafi ekki verið reiðubúin að ræða gagntilboði stjórnarandstöðu um að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna myndu fara með formennsku í fjórum nefndum í stað þriggja líkt og tilboð stjórnar kvað á um. Því hafi ekki verið um neinar viðræður að ræða milli stjórnar og stjórnarandstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×