Snæfell fer í undanúrslit eftir hörkuspennu í Stykkishólmi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 20:52 Berglind Gunnarsdóttir tryggði sínum konum sigurinn Vísir/Eyþór Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira