„Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 15:34 Grýla hefur valdið íslenskum börnum ugg og ótta í áraraðir. Visir/Anton Brink Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér. Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér.
Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17