Sport

UFC er enn í viðræðum við Mayweather

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
White er hér á milli Mayweather og Conor.
White er hér á milli Mayweather og Conor. vísir/getty
Boxarinn Floyd Mayweather hefur verið að stríða bardagaheiminum með ummælum um að hann gæti hugsanlega barist fyrir UFC.

Hann sagðist geta nælt í milljarð dollara á 3-4 bardögum fyrir UFC. Skömmu síðar sagðist hann bara hafa velt þessu upp en ætlaði ekki að gera það.

Við skulum samt ekki útiloka neitt því það átti svo sem enginn von á því að Conor McGregor myndi boxa við Mayweather.

Dana White, forseti UFC, var í viðræðum við umboðsmenn Mayweather fyrir jól og hann hitti þá aftur á fundi í gær. Það er því augljóslega ekki búið að loka neinum hurðum.

„Það er ekkert útilokað í þessu. Ég átti aldrei von á því að Conor myndi boxa við Mayweather þannig að allt er mögulegt,“ sagði White nokkuð brattur.

Þetta mál verður því örugglega í fréttunum næstu vikurnar enda leiðist Mayweather ekkert sérstaklega athyglin.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×