Áramótaandvarp Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Lífið er óslitin óreiða frá fæðingu til dauða. Stjórnlaus hraðlest hörmunga, áfalla og vonbrigða. Ferðin er þó góðu heilli vörðuð gleðistundum og fallegum augnablikum. Leiðarljóssglætum í myrkrinu. Flokkunarþörf mannkyns kallaði yfir okkur annars fullkomlega óþörf tímamótin. Með þeim reynum við að hólfa tilveruna niður í sekúndur, mínútur, daga, mánuði og ár. Fyrst og fremst til þess að afmarka þjáningar okkar og annarra. Og auðvitað að auðvelda lánardrottnum að halda utan um vorar skuldir. Ég meina, hvers virði væri verðtryggingin ef engin væru mánaðamótin? Fátt er meira niðurdrepandi en að standa eins og glópur á áramótum, ímynduðum kaflaskilum, og rifja upp liðnar hörmungar síðustu 365 daga. Í meginatriðum er þetta alltaf eins. Ár eftir ár. Á árinu sem er að líða var saklausu fólki slátrað í tilgangslausum stríðum, hryðjuverkamenn völtuðu yfir börn, mæður og feður á gleðistundum, limlestu og drápu. Hér heima rákum við börn í leit að betra lífi út í óttann og óvissuna og rifumst um alls konar fáránlega dellu eins og himinn og jörð væru í húfi. Á næsta ári verður þetta allt endurtekið, ýmist nákvæmlega eða með tilbrigðum. Í byrjun síðasta árs settist sturlaður ruddi að í Hvíta húsinu. Við erum samt hérna enn. Hann verður heimsbyggðinni áfram til ama og óþæginda allt næsta ár og gott betur. En við munum halda áfram. Að hatast, æðrast og gráta en elskumst líka, hlæjum og gleðjumst. Stundum. Lífið er nefnilega þrátt fyrir allt stórkostlegt kraftaverk og er fyrir einhvern óskiljanlegan galdur þess virði að lifa því. Alveg óháð því hvort við reynum að hólfa það niður í daga, vikur, mánuði og ár. Vituð ér enn eða hvat? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Lífið er óslitin óreiða frá fæðingu til dauða. Stjórnlaus hraðlest hörmunga, áfalla og vonbrigða. Ferðin er þó góðu heilli vörðuð gleðistundum og fallegum augnablikum. Leiðarljóssglætum í myrkrinu. Flokkunarþörf mannkyns kallaði yfir okkur annars fullkomlega óþörf tímamótin. Með þeim reynum við að hólfa tilveruna niður í sekúndur, mínútur, daga, mánuði og ár. Fyrst og fremst til þess að afmarka þjáningar okkar og annarra. Og auðvitað að auðvelda lánardrottnum að halda utan um vorar skuldir. Ég meina, hvers virði væri verðtryggingin ef engin væru mánaðamótin? Fátt er meira niðurdrepandi en að standa eins og glópur á áramótum, ímynduðum kaflaskilum, og rifja upp liðnar hörmungar síðustu 365 daga. Í meginatriðum er þetta alltaf eins. Ár eftir ár. Á árinu sem er að líða var saklausu fólki slátrað í tilgangslausum stríðum, hryðjuverkamenn völtuðu yfir börn, mæður og feður á gleðistundum, limlestu og drápu. Hér heima rákum við börn í leit að betra lífi út í óttann og óvissuna og rifumst um alls konar fáránlega dellu eins og himinn og jörð væru í húfi. Á næsta ári verður þetta allt endurtekið, ýmist nákvæmlega eða með tilbrigðum. Í byrjun síðasta árs settist sturlaður ruddi að í Hvíta húsinu. Við erum samt hérna enn. Hann verður heimsbyggðinni áfram til ama og óþæginda allt næsta ár og gott betur. En við munum halda áfram. Að hatast, æðrast og gráta en elskumst líka, hlæjum og gleðjumst. Stundum. Lífið er nefnilega þrátt fyrir allt stórkostlegt kraftaverk og er fyrir einhvern óskiljanlegan galdur þess virði að lifa því. Alveg óháð því hvort við reynum að hólfa það niður í daga, vikur, mánuði og ár. Vituð ér enn eða hvat?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun