Menning

Aldrei fleiri listamenn á heiðurslaunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Gunnar Þórðarson tónlistarmaður koma ný inn á lista listamanna á heiðurslaunum.
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Gunnar Þórðarson tónlistarmaður koma ný inn á lista listamanna á heiðurslaunum. Vísir
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að 25 listamenn fái heiðurslaun samkvæmt ákvörðun þingsins. Um er að ræða árlega breytingartillögu nefndarinnar sem tilefnir ár hvert allt að 25 listamenn til heiðurslauna.

23 listamenn þáðu heiðurslaunin í fyrra. Tvö þeirra sem voru tilnefnd til launanna fyrir ári féllu frá á liðnu ári. Jórunn Viðar tónskáld og Sigurður A. Magnússon rithöfundur.

Fjórir listamenn þiggja heiðurslaun í fyrsta skipti en þau eru Gunnar Þórðarson tónlistarmaður, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri.

Lagt er til að veita tíu milljónum krónum aukalega í menningarsjóð frá því sem var í fyrra vegna fjölgunar listamanna á heiðurslaunum.

Heið­urs­laun lista­manna eru veitt lista­manni að fullu til sjö­tíu ára ald­urs og skulu ver­a þau sömu og starfs­laun lista­manna eru á hverjum tíma. Eftir sjö­tugt verða þau 80 pró­sent af starfs­laun­um.



Í lögum um heiðurslaun
 segir að þeir einir geti notið heiðurslauna sem hafi varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa eða skarað fram úr við listsköpun sína eða ef störf þeirra að listum hafa skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi.

Taka skuli tillit til skiptingar í hópi heiðurslaunamanna eftir listgreinum og kyni. Fimmtán karlar eru á listanum og tíu konur. Eftirtaldir listamenn verða á heiðurslaunum árið 2018 verði tillaga nefndarinnar samþykkt á Alþingi, venju samkvæmt.

1. Atli Heim­ir Sveins­son

2. Erró

3. Guðberg­ur Bergs­son

4. Guðrún Ásmunds­dótt­ir

5. Guðrún Helga­dótt­ir

6. Gunn­ar Þórðar­son

7. Hann­es Pét­urs­son

8. Hreinn Friðfinns­son

9. Jóhann Hjálm­ars­son

10. Jón Nor­dal

11. Jón Sig­ur­björns­son

12. Jón­as Ingi­mund­ar­son

13. Krist­björg Kj­eld

14. Kristín Jóhann­es­dótt­ir

15. Magnús Páls­son

16. Matt­hías Johann­essen

17. Megas

18. Steina Vasul­ka

19. Vigdís Gríms­dótt­ir

20. Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir

21. Þor­björg Höskulds­dótt­ir

22. Þor­gerður Ingólfs­dótt­ir

23. Þor­steinn frá Hamri

24. Þrá­inn Bertels­son

25. Þuríður Páls­dótt­ir


Tengdar fréttir

23 fá heiðurslaun listamanna

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 23 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×