Ryan er í fantagóðu formi og virðist hafa náð góðum bata eftir slys síðasta sumar þar sem hann fótbrotnaði. Ryan lenti fyrir mannlausum bíl sem hann var að reyna að stoppa áður en bifreiðin lenti á mannmergð stutt frá honum.
Ryan deildi fullt af myndum af bata sínum á Instagram og ef marka má samfélagsmiðilinn var Ryan mjög duglegur að ná fyrri styrk í ræktinni eftir óhappið.
Leikarinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á að halda sér í góðu formi, eins og hann sagði í viðtali við tímaritið PEOPLE í fyrra.the comeback is nearly complete. 4 1/2 months ago//this morning this week, my surgeon cleared me for ALL physical activity. time to get after it... #SFF
A post shared by ryan (@ryanphillippe) on Dec 2, 2017 at 10:42am PST
„Hreyfing er mín hugleiðsla og heldur mér í jafnvægi. Ég er búinn að vera með sama þjálfara í tuttugu ár. Hann heitir Happy Hill. Ég hef æft með honum 4 til 5 sinnum í viku síðustu tuttugu árin,“ sagði Ryan í viðtalinu og bætti við að öldrunarferlið væri bærilegra í góðu líkamlegu formi.
„Ef við hugsum vel um okkur á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldrinum, og gerum það reglulega, er öldrunarferlið ekki eins óvægið. Það er sannleikurinn. Mér er sama um líkamsbyggingu þína og hvort þú sért karlkyns eða kvenkyns. Ef þú ert að hreyfa þig og æfa og hugsa vel um þig þá verður öldrunarferlið ekki eins óþægilegt. Við verðum öll að ganga í gegnum það.“