Kína framlengir skattaafslátt á rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 10:39 Kínverjar hafa framlengt skattaafsláttinn á rafmagns- og tengiltvinnbílum í 3 ár, líkt og gert hefur verið hér á landi. Sá skattaafsláttur sem veittur hefur verið kaupendum á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur verið framlengdur til ársins 2020. Til stóð að afnema þennan skattaafslátt við enda þessa árs en hann hefur nú verið framlengdur til ársloka 2020, eða um full 3 ár. Þessi ákvörðun er í takt við nýjar reglur sem bílaframleiðendum þar í landi er gert að hlýta til að minnka mengun í landinu og hvetja þá til að framleiða umhverfisvæna bíla. Óvíða í heiminum er meiri mengun en á þéttbýlum svæðum í Kína og því ekki skrítið að yfirvöld reyni að stemma stigu við aukningu hennar. Kínversk stjórnvöld vilja að auki skapa umhverfi fyrir bílaframleiðendur í landinu til að taka forystu í þróun og framleiðslu umhverfisvænna bíla í samkeppninni við bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Sala á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur aukist um 51,4% frá janúar til nóvember á þessu ári, en alls hafa selst þar 700.000 slíkir bílar í ár. Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent
Sá skattaafsláttur sem veittur hefur verið kaupendum á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur verið framlengdur til ársins 2020. Til stóð að afnema þennan skattaafslátt við enda þessa árs en hann hefur nú verið framlengdur til ársloka 2020, eða um full 3 ár. Þessi ákvörðun er í takt við nýjar reglur sem bílaframleiðendum þar í landi er gert að hlýta til að minnka mengun í landinu og hvetja þá til að framleiða umhverfisvæna bíla. Óvíða í heiminum er meiri mengun en á þéttbýlum svæðum í Kína og því ekki skrítið að yfirvöld reyni að stemma stigu við aukningu hennar. Kínversk stjórnvöld vilja að auki skapa umhverfi fyrir bílaframleiðendur í landinu til að taka forystu í þróun og framleiðslu umhverfisvænna bíla í samkeppninni við bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Sala á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur aukist um 51,4% frá janúar til nóvember á þessu ári, en alls hafa selst þar 700.000 slíkir bílar í ár.
Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent