Sport

Dana: GSP er ekki að fara að berjast við Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana á spjalli við Conor.
Dana á spjalli við Conor. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, eyðilagði drauma margra UFC-aðdáenda í gær er hann sagði að það kæmi ekki til greina að Conor McGregor og Georges St-Pierre myndu berjast.

Þjálfari GSP hefur barist fyrir því að þeir myndu berjast og sagði að það yrði stærsti bardagi í sögu UFC. Líklega rétt en ekki nóg til þess að UFC ætli sér að þvinga þá í bardaga.

„GSP er ekki að fara að berjast við Conor. Ef GSP vill koma aftur og berjast þá bíða bæði Tyron Woodley og Ronert Whittaker eftir honum,“ sagði White en það ríkir talsverð óvissa um hvort GSP muni yfir höfuð snúa aftur í búrið.

Ef hann gerir það þá mun hann aftur á móti fá annan titilbardaga.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×