Bíleigendur ánægðastir með Tesla, Porsche og Genesis Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2017 10:37 Tesla Model S er sú bílgerð sem bíleigendur eru ánægðastir með. Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Í nýútkominni ánægjukönnun Consumer Reports í Bandaríkjunum kemur í ljós að bíleigendur eru ánægðastir með Tesla bíla og fær Tesla 90 stig af 100 mögulegum. Í næstu tveimur sætunum koma svo eigendur Porsche bíla (85) og Genesis (81), en það er lúxusbílamerki Hyundai. Bílgerðin Tesla Model S toppar listann yfir þær bílgerðir sem bíleigendur eru ánægðastir með. Það er svo Acura (58) bílamerkið sem vermir síðasta sætið á meðal bílamerkja, en það er lúxusbílamerki Honda. Mercedes Benz GLA er sú bílgerð sem bíleigendum líkar síst við. Bíleigendur árgerða 2015 til 2018 voru spurðir í þessari könnun Consumer Reports. Chrysler hækkaði um 4 sæti á listanum yfir bílamerki á milli ára á meðan Hyundai lækkaði um 11 sæti og Lexus um 8 sæti. Þær bílgerðir sem bíleigendur líkaði best við voru Tesla Model S, Porsche 911, Chevrolet Corvette, Lincoln Continental, Mazda MX-5 Miata, Toyota Prius, Tesla Model X, Honda Odyssey og Dodge Challenger. Listi Consumer Reports þetta árið er svona:Tesla (90)Porsche (85)Genesis (81)Chrysler (78)Audi (76)Mazda (76)Subaru (76)Toyota (76)Honda (75)Lincoln (75)Mini (73)Ram (73)Kia (72)Chevrolet (72)BMW (72)GMC (72)Ford (70)Lexus (70)Volvo (69)Dodge (68)Jeep (68)Mercedes-Benz (67)Volkswagen (67)Hyundai (67)Buick (66)Cadillac (64)Infiniti (60)Mitsubishi (58)Nissan (58)Acura (58)
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent