Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Frá kröfugöngu 1. maí. Viðskiptaráð segir úrskurði kjararáðs setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður. vísir/vilhelm Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira