Tveir Íslendingar kjörnir í nefndir FIA Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2017 15:18 Fáni Federation Internationale de L'Automobile (FIA) blaktir í aksturskeppni á vegum sambandsins. Ein af þeim leiðum sem Akstursíþróttafélag Íslands, AKÍS hefur til að efla samstarf um akstursíþróttir við önnur lönd er virk aðild Íslands að alþjóðasamtökum akstursfélaga, Federation Internationale de L'Automobile (FIA) ásamt N-Evrópusvæði alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA North European Zone). Á síðustu árum hefur AKÍS tekið virkari þátt í nefndastörfum FIA NEZ. Tengsl við nágrannalönd okkar hafa þannig verið efld ásamt því að unnið hefur verið að breytingum á regluverki á Íslandi þannig að það verði líkara því sem gerist hjá öðrum löndum á svæðinu. Sú vinna hefur heppnast vel, meðal annars með samstarfi um torfæru en unnið er að svipuðum markmiðum varðandi aðrar keppnisgreinar. Í mörg ár hefur verið rætt um að AKÍS taki aukinn þátt í nefndarstörfum FIA með einhverjum hætti. Bæði gefur þetta Íslandi og íslenskum akstursíþróttum meiri sýnileika ásamt því að veita AKÍS innsýn og jafnvel áhrif á ákvarðanatöku hjá FIA. Yfirleitt er það margra ára ferli að ná inn nefndarmanni í nefndir FIA, því margir eru um hituna. Sett var vinna í það nú í sumar og haust að komast að því í hvaða nefndum Ísland gæti átt fulltrúa. Í samráði við stjórnendur átaksins Konur í akstursíþróttum var lagt til að Guðný Guðmarsdóttir yrði tilnefnd til setu í FIA Women in Motorsport Commission. Jón Bjarni Jónsson er vel þekktur í spyrnuheiminum og tilnefndi AKÍS hann til setu í FIA Drag Racing Commission. Það er afar ánægjulegt að segja frá því að á ársþingi FIA sem haldið var í París dagana 4. til 8. desember síðastliðinn, voru bæði Guðný og Jón Bjarni kjörin í þær nefndir sem þau voru tilnefnd í. Einnig var ákveðið að Ísland muni halda næsta FIA Women in Motorsport þing sem haldið verður árið 2020. Stjórn AKÍS óskar þeim til hamingju með að vera fyrstu Íslendingar sem sitja sem aðalmenn í nefndum FIA. Vonandi verður þetta til þess að Ísland eignist fulltrúa í fleiri nefndum og starfshópum innan FIA. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Ein af þeim leiðum sem Akstursíþróttafélag Íslands, AKÍS hefur til að efla samstarf um akstursíþróttir við önnur lönd er virk aðild Íslands að alþjóðasamtökum akstursfélaga, Federation Internationale de L'Automobile (FIA) ásamt N-Evrópusvæði alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA North European Zone). Á síðustu árum hefur AKÍS tekið virkari þátt í nefndastörfum FIA NEZ. Tengsl við nágrannalönd okkar hafa þannig verið efld ásamt því að unnið hefur verið að breytingum á regluverki á Íslandi þannig að það verði líkara því sem gerist hjá öðrum löndum á svæðinu. Sú vinna hefur heppnast vel, meðal annars með samstarfi um torfæru en unnið er að svipuðum markmiðum varðandi aðrar keppnisgreinar. Í mörg ár hefur verið rætt um að AKÍS taki aukinn þátt í nefndarstörfum FIA með einhverjum hætti. Bæði gefur þetta Íslandi og íslenskum akstursíþróttum meiri sýnileika ásamt því að veita AKÍS innsýn og jafnvel áhrif á ákvarðanatöku hjá FIA. Yfirleitt er það margra ára ferli að ná inn nefndarmanni í nefndir FIA, því margir eru um hituna. Sett var vinna í það nú í sumar og haust að komast að því í hvaða nefndum Ísland gæti átt fulltrúa. Í samráði við stjórnendur átaksins Konur í akstursíþróttum var lagt til að Guðný Guðmarsdóttir yrði tilnefnd til setu í FIA Women in Motorsport Commission. Jón Bjarni Jónsson er vel þekktur í spyrnuheiminum og tilnefndi AKÍS hann til setu í FIA Drag Racing Commission. Það er afar ánægjulegt að segja frá því að á ársþingi FIA sem haldið var í París dagana 4. til 8. desember síðastliðinn, voru bæði Guðný og Jón Bjarni kjörin í þær nefndir sem þau voru tilnefnd í. Einnig var ákveðið að Ísland muni halda næsta FIA Women in Motorsport þing sem haldið verður árið 2020. Stjórn AKÍS óskar þeim til hamingju með að vera fyrstu Íslendingar sem sitja sem aðalmenn í nefndum FIA. Vonandi verður þetta til þess að Ísland eignist fulltrúa í fleiri nefndum og starfshópum innan FIA.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent