Stalst í að kíkja á jólagjöfina: Vann leiksigur á aðfangadagskvöld Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2017 19:30 Hér má sjá fagnaðarlæti Bergrúnar Írisar þegar hún opnaði gjöfina góðu. Vísir / Úr einkasafni og Anton „Ég er óþolandi óþolinmóð og átti það til að gramsa í skápum og skúffum í leit að jólagjöfinni minni sem barn,“ segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir þegar hún rifjar upp sín eftirminnilegustu jól. „Ein jólin fann ég gjöfina aftast í fataskáp mömmu og svo tóku við tvær vikur af pirringi því það var svo leiðinlegt að vita hvað ég myndi fá. Á aðfangadagskvöld vann ég leiksigur með stórkostlega ýktum fagnaðarlátum yfir gjöfinni, sem var geislaspilari. Ég hrópaði upp yfir mig og kreisti meira að segja fram þakklætistár,“ segir Bergrún Íris og bætir við að foreldrarnir hefðu keypt þessi ýktu viðbrögð. „Mamma og pabbi föttuðu ekkert fyrr en ég viðurkenndi þetta í fyrra. Ég lærði þó dýrmæta lexíu, enda eftirvæntingin greinilega hálf gjöfin.“ Jólabarnið Bergrún Íris í miklu stuði.Vísir / Úr einkasafni Jól í sumarbústað Bergrún Íris segist vera mikið jólabarn en í ár ætlar hún að halda eilítið öðruvísi jól en áður. „Í ár ætlum við að breyta til og skella okkur í sumarbústað í Grímsnesi með tengdafjölskyldunni. Þessi sæti bústaður er einstaklega huggulegur og þar er eins og það hægist á tímanum. Ég hlakka mikið til að vakna með öllum í sveitinni á aðfangadag,“ segir teiknarinn knái, sem heldur fast í ýmsar jólahefðir. „Á aðventunni fer ég alltaf á jólahlaðborð með mömmu, pabba, systkinum og bróðursonum. Það er orðinn fastur punktur í undirbúningi jólanna. Heimsóknin í kirkjugarðinn er mjög mikilvæg og ég hef reynt að eyða jóladegi á náttfötunum en það er erfiðara á seinni árum. Besta jólahefðin er að við fjölskyldan tökum alltaf jólabaðið í Ásvallalaug á aðfangadagsmorgun, en það verður víst heiti potturinn í sumó þetta árið.“ Drengirnir hennar Bergrúnar Írisar, Hrannar Þór og Darri Freyr. Jólabörn eins og mamma sín.Vísir / Úr einkasafni Þakkar fyrir allt sem hún á Bergrún Íris hefur verið iðin við kolann í bókaskrifum síðustu ár og því er desember oft frekar annasamur hjá henni. „Ég er alltaf á síðasta snúning, sama hversu skipulögð ég reyni að vera. Desember er flókinn mánuður fyrir rithöfunda og mikið að gera í upplestrum, skólaheimsóknum og öðru bókatengdu. Þegar ég fæ loks lausa stund vil ég alls ekki eyða henni í verslunarmiðstöð. Mér finnst gaman að kaupa gjafir beint af íslenskum hönnuðum, og bækur klikka aldrei! Þá kemur bókamessan í Hörpu sterk inn, ég get oft klárað nokkrar jólagjafir þar,“ segir þessi fjölhæfa kona og ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana um hvað jólin snúast. „Jólin snúast fyrst og fremst um samveru og góðan mat. Ég elska að verja tíma með strákunum mínum og upplifa jólagleðina í gegnum þá. Ég fer líka svolítið yfir árið í huganum, heimsæki ættingja í kirkjugarðinum og þakka fyrir allt sem ég á.“ Falleg fjölskyldustund fest á filmu.Vísir / Úr einkasafni Jólakveðja frá höfundi Bergrún Íris gaf nýverið út barnabókina (Lang)elstur í bekknum sem hefur verið afar vel tekið, en hún skrifaði bæði og skreytti bókina. Og þar sem Bergrún Íris er mikið jólabarn koma jólin að sjálfsögðu fyrir í bókinni, og fengum við á Vísi leyfi til að birta brot úr bókinni með kærri jólakveðju frá höfundi: Eyju finnst gaman að vera í jólafríi. Þá borðar fjölskyldan alltaf saman, líka í hádeginu. Mamma og pabbi segja líka alltaf já þegar Eyja biður um eftirrétt. Eftir áramótin liða dagarnir hins vegar allt of hratt og fljótlega er komið að fyrsta skóladegi eftir frí. Þegar Eyja vaknar kíkir hún út um svefnherbergisgluggann en hún sér hvorki kofann í garðinum né brúna bílinn í stæðinu. Það er allt hvítt! Eyja kippir sænginni upp yfir höfuð og ímyndar sér að hún sé sjálf undir hvítri snjóbreiðu. Í (Lang)elstur í bekknum verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Hér er mynd af þeim að leika sér í snjónum.Vísir / Bergrún Íris „Það jólalegasta sem geri er að lesa fyrir börnin í rjóðrinu á jólamarkaðinum í Heiðmörk,“ segir Bergrún Íris.Vísir / Úr einkasafni Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég er óþolandi óþolinmóð og átti það til að gramsa í skápum og skúffum í leit að jólagjöfinni minni sem barn,“ segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir þegar hún rifjar upp sín eftirminnilegustu jól. „Ein jólin fann ég gjöfina aftast í fataskáp mömmu og svo tóku við tvær vikur af pirringi því það var svo leiðinlegt að vita hvað ég myndi fá. Á aðfangadagskvöld vann ég leiksigur með stórkostlega ýktum fagnaðarlátum yfir gjöfinni, sem var geislaspilari. Ég hrópaði upp yfir mig og kreisti meira að segja fram þakklætistár,“ segir Bergrún Íris og bætir við að foreldrarnir hefðu keypt þessi ýktu viðbrögð. „Mamma og pabbi föttuðu ekkert fyrr en ég viðurkenndi þetta í fyrra. Ég lærði þó dýrmæta lexíu, enda eftirvæntingin greinilega hálf gjöfin.“ Jólabarnið Bergrún Íris í miklu stuði.Vísir / Úr einkasafni Jól í sumarbústað Bergrún Íris segist vera mikið jólabarn en í ár ætlar hún að halda eilítið öðruvísi jól en áður. „Í ár ætlum við að breyta til og skella okkur í sumarbústað í Grímsnesi með tengdafjölskyldunni. Þessi sæti bústaður er einstaklega huggulegur og þar er eins og það hægist á tímanum. Ég hlakka mikið til að vakna með öllum í sveitinni á aðfangadag,“ segir teiknarinn knái, sem heldur fast í ýmsar jólahefðir. „Á aðventunni fer ég alltaf á jólahlaðborð með mömmu, pabba, systkinum og bróðursonum. Það er orðinn fastur punktur í undirbúningi jólanna. Heimsóknin í kirkjugarðinn er mjög mikilvæg og ég hef reynt að eyða jóladegi á náttfötunum en það er erfiðara á seinni árum. Besta jólahefðin er að við fjölskyldan tökum alltaf jólabaðið í Ásvallalaug á aðfangadagsmorgun, en það verður víst heiti potturinn í sumó þetta árið.“ Drengirnir hennar Bergrúnar Írisar, Hrannar Þór og Darri Freyr. Jólabörn eins og mamma sín.Vísir / Úr einkasafni Þakkar fyrir allt sem hún á Bergrún Íris hefur verið iðin við kolann í bókaskrifum síðustu ár og því er desember oft frekar annasamur hjá henni. „Ég er alltaf á síðasta snúning, sama hversu skipulögð ég reyni að vera. Desember er flókinn mánuður fyrir rithöfunda og mikið að gera í upplestrum, skólaheimsóknum og öðru bókatengdu. Þegar ég fæ loks lausa stund vil ég alls ekki eyða henni í verslunarmiðstöð. Mér finnst gaman að kaupa gjafir beint af íslenskum hönnuðum, og bækur klikka aldrei! Þá kemur bókamessan í Hörpu sterk inn, ég get oft klárað nokkrar jólagjafir þar,“ segir þessi fjölhæfa kona og ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana um hvað jólin snúast. „Jólin snúast fyrst og fremst um samveru og góðan mat. Ég elska að verja tíma með strákunum mínum og upplifa jólagleðina í gegnum þá. Ég fer líka svolítið yfir árið í huganum, heimsæki ættingja í kirkjugarðinum og þakka fyrir allt sem ég á.“ Falleg fjölskyldustund fest á filmu.Vísir / Úr einkasafni Jólakveðja frá höfundi Bergrún Íris gaf nýverið út barnabókina (Lang)elstur í bekknum sem hefur verið afar vel tekið, en hún skrifaði bæði og skreytti bókina. Og þar sem Bergrún Íris er mikið jólabarn koma jólin að sjálfsögðu fyrir í bókinni, og fengum við á Vísi leyfi til að birta brot úr bókinni með kærri jólakveðju frá höfundi: Eyju finnst gaman að vera í jólafríi. Þá borðar fjölskyldan alltaf saman, líka í hádeginu. Mamma og pabbi segja líka alltaf já þegar Eyja biður um eftirrétt. Eftir áramótin liða dagarnir hins vegar allt of hratt og fljótlega er komið að fyrsta skóladegi eftir frí. Þegar Eyja vaknar kíkir hún út um svefnherbergisgluggann en hún sér hvorki kofann í garðinum né brúna bílinn í stæðinu. Það er allt hvítt! Eyja kippir sænginni upp yfir höfuð og ímyndar sér að hún sé sjálf undir hvítri snjóbreiðu. Í (Lang)elstur í bekknum verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Hér er mynd af þeim að leika sér í snjónum.Vísir / Bergrún Íris „Það jólalegasta sem geri er að lesa fyrir börnin í rjóðrinu á jólamarkaðinum í Heiðmörk,“ segir Bergrún Íris.Vísir / Úr einkasafni
Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira