Vetrarblað Veiðimannsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 21. desember 2017 11:00 Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til félagsmanna sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir hátíðirnar á meðan þeir drekka í sig veiðisögur og fróðleik. Efnið er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Straumfjarðará sem SVFR tryggði sér á haustdögum og mikill fengur er að. Veiðimaðurinn rýnir í veiðidagbækur Jóns G. Baldvinssonar, fyrrverandi formanns félagsins en hann skráði niður fyrstu þúsund laxana sem hann veiddi! Urriðaveiðin fyrir norðan er krufin, Veiðimaðurinn kynnir sér söguna af Frigga, bregður sér á söguslóð á bökkum Elliðaánna og ræðir við sprækan vatnaveiðimann sem kann best við sig upp á heiðum að kanna ókunn lönd. Síðast en ekki síst er verðlaunamynd Veiðimannsins frá liðnu sumri birt í blaðinu en höfundur hennar fær 50 þúsund krónur upp í veiðileyfi næsta sumars hjá SVFR. Veiðimanninum fylgir glæsilegt veggspjald með flóðatöflu sem sýnir flóð og fjöru næsta sumars á myndrænan hátt og hvenær er stórstreymt. Sannkölluð stofuprýði á heimili hvers veiðimanns. Teikninguna á forsíðunni á Ingólfur Örn Björgvinsson SVFR-félagi og stórveiðimaður. Vetrarblað Veiðimannsins er nr. 205 en það hefur komið út frá árinu 1940 og frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í áratugi. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði
Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til félagsmanna sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir hátíðirnar á meðan þeir drekka í sig veiðisögur og fróðleik. Efnið er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Straumfjarðará sem SVFR tryggði sér á haustdögum og mikill fengur er að. Veiðimaðurinn rýnir í veiðidagbækur Jóns G. Baldvinssonar, fyrrverandi formanns félagsins en hann skráði niður fyrstu þúsund laxana sem hann veiddi! Urriðaveiðin fyrir norðan er krufin, Veiðimaðurinn kynnir sér söguna af Frigga, bregður sér á söguslóð á bökkum Elliðaánna og ræðir við sprækan vatnaveiðimann sem kann best við sig upp á heiðum að kanna ókunn lönd. Síðast en ekki síst er verðlaunamynd Veiðimannsins frá liðnu sumri birt í blaðinu en höfundur hennar fær 50 þúsund krónur upp í veiðileyfi næsta sumars hjá SVFR. Veiðimanninum fylgir glæsilegt veggspjald með flóðatöflu sem sýnir flóð og fjöru næsta sumars á myndrænan hátt og hvenær er stórstreymt. Sannkölluð stofuprýði á heimili hvers veiðimanns. Teikninguna á forsíðunni á Ingólfur Örn Björgvinsson SVFR-félagi og stórveiðimaður. Vetrarblað Veiðimannsins er nr. 205 en það hefur komið út frá árinu 1940 og frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í áratugi.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði 197 laxar gengnir í gegnum teljarann í Langá á Mýrum Veiði