Leikurinn skoraði þetta erfiða viðfangsefni á hólm Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2017 11:00 "Við þurfum öll að gera okkar besta með auðmýkt, hugrekki og opnum huga,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur. Visir/Anton Brink Það sem mig langar til þess að segja, núna þegar ég sit hér og er búin að úða í mig piparkökum og drekka of mikið kaffi, er að mér fannst ég ekki geta leyft mér að skrifa einfalda ástarsorgarsögu. Því á okkar tímum viðgengst svo mikið ofbeldi að við verðum að vera í andspyrnuhreyfingu. Þessi bók er stríðsyfirlýsing,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur hin hressasta. Oddný hefur löngum farið eigin leiðir í sínum skáldskap og nýjasta skáldsaga hennar, Undirferli, er engin undantekning frá því. Orð Oddnýjar komu í framhaldi af spurningunni um það hverrar bókmenntategundar Undirferli sé í raun og veru en hæglega má skilgreina hana sem ástarsögu, vísindaskáldskap og jafnvel spennu- eða morðsögu. En við orðin um stríðsyfirlýsinguna hefur Oddný þessu að bæta: „Um leið og þetta er stríðsyfirlýsing þá er þetta tilraun til þess að skilja að stríðið sem við stöndum í er vonandi allt öðruvísi en öll önnur stríð. Þessi bók er vopn í því stríði þótt þetta sé engin hríðskotabyssa.“Mitt eigið #metoo Oddný segir að stríðið sem um ræðir sé yfirgangurinn í öllum sínum myndum. „Þessi bók er mitt #metoo. Áður en það hugtak var orðið til þá var ég að takast á við það sem #metoo gengur út á. Undirferli gengur út á yfirganginn í öllum sínum myndum og ég er meðal annars að reyna að skilja á milli svarta galdurs og hvíta galdurs, en stundum reynist erfitt að greina þar á milli. Við erum annars vegar með yfirgang sem er mjög augljós eins og ofbeldi sem á einfaldlega ekki að líðast lengur. En svo er það gráa svæðið, huldi og duldi yfirgangurinn, en þar er ég að leitast við að skilja, til að mynda hvað er andlegt ofbeldi? Hvað er áreiti? Þarna þurfum við virkilega að vanda okkur og skoða málið frá öllum hliðum.“ Undirferli er ekki auðskilgreinanleg bók í forminu og Oddný segir að það sé einmitt hluti af því ferli að láta hugann ráða för fremur en mörk viðkomandi forms hverju sinni. „Mér hefur alltaf þótt spennandi hvernig hugurinn lætur ekkert hemja sig. Hann fer þangað sem honum sýnist. Í þetta skiptið ætlaði ég að skrifa vampírusögu en svo varð ég fljótt þreytt á því og þess vegna hætti ég að hugsa um formið – leyfði huganum að ráða.“Frá öllum hliðum En er ekki rétt að þessi skoðun eða rannsókn þín sem höfundar sé einhvers konar eðlilegt framhald af þínum fyrri verkum? „Jú, það má alveg segja það. Þótt manni finnist maður vera að gera eitthvað splúnkunýtt og ekki í neinu eðlilegu framhaldi þá er maður líklega í einhverju ómeðvituðu flúkti við sjálfan sig .“ Oddný segir að það hafi ekki endilega verið á dagskrá að skrifa þessa bók, að hún hafi í raun ætlað að halda áfram að skrifa sjálfsævisögulegt verk í framhaldi af síðustu bók. „En svo bara tók þessi bók yfir og fór sínar eigin leiðir. Það var mjög gaman að skrifa hana, ég byrjaði bara að leika mér og leikurinn með sínum grallaraskap skoraði þetta erfiða viðfangsefni á hólm.“Virðir engin mörk Oddný lítur á skáldsöguna sem sína tilraunastofu. „Þar sem Undirferli fjallar um yfirganginn og það þegar vaðið er yfir viðkvæm mörk, þá er spennandi áskorun fyrir mig sem rithöfund og listamann að skrifa um það með því að fara yfir listræn mörk. Sem listamaður er maður nefnilega alltaf að fara yfir mörk. Maður ryður sér inn á ýmis bókmenntasvið og hlær svo bara og skellir sér á lær,“ segir Oddný og hlær en bætir við að hún beri samt mikla virðingu fyrir ólíkum bókmenntagreinum. #Metoo er rosalega mikilvægt fyrir okkur öll. Eðli ofbeldis er að lítilsvirða. Kynferðislegt ofbeldi hefur til að mynda tilhneigingu til að lítilsvirða kynorku annarra, þessa lífsorku sem við eigum öll og þurfum á að halda sem manneskjur og líka sem listamenn. Þegar við erum að berjast gegn ofbeldinu verðum við að gæta þess að lítilsvirða ekki þessa lífsorku. Við verðum að beita nýjum vopnum sem virða lífið. Það er mikil áskorun að gera þetta vel svo breytingin verði raunveruleg. Við þurfum öll að gera okkar besta með auðmýkt, hugrekki og opnum hug. Menning Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það sem mig langar til þess að segja, núna þegar ég sit hér og er búin að úða í mig piparkökum og drekka of mikið kaffi, er að mér fannst ég ekki geta leyft mér að skrifa einfalda ástarsorgarsögu. Því á okkar tímum viðgengst svo mikið ofbeldi að við verðum að vera í andspyrnuhreyfingu. Þessi bók er stríðsyfirlýsing,“ segir Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur hin hressasta. Oddný hefur löngum farið eigin leiðir í sínum skáldskap og nýjasta skáldsaga hennar, Undirferli, er engin undantekning frá því. Orð Oddnýjar komu í framhaldi af spurningunni um það hverrar bókmenntategundar Undirferli sé í raun og veru en hæglega má skilgreina hana sem ástarsögu, vísindaskáldskap og jafnvel spennu- eða morðsögu. En við orðin um stríðsyfirlýsinguna hefur Oddný þessu að bæta: „Um leið og þetta er stríðsyfirlýsing þá er þetta tilraun til þess að skilja að stríðið sem við stöndum í er vonandi allt öðruvísi en öll önnur stríð. Þessi bók er vopn í því stríði þótt þetta sé engin hríðskotabyssa.“Mitt eigið #metoo Oddný segir að stríðið sem um ræðir sé yfirgangurinn í öllum sínum myndum. „Þessi bók er mitt #metoo. Áður en það hugtak var orðið til þá var ég að takast á við það sem #metoo gengur út á. Undirferli gengur út á yfirganginn í öllum sínum myndum og ég er meðal annars að reyna að skilja á milli svarta galdurs og hvíta galdurs, en stundum reynist erfitt að greina þar á milli. Við erum annars vegar með yfirgang sem er mjög augljós eins og ofbeldi sem á einfaldlega ekki að líðast lengur. En svo er það gráa svæðið, huldi og duldi yfirgangurinn, en þar er ég að leitast við að skilja, til að mynda hvað er andlegt ofbeldi? Hvað er áreiti? Þarna þurfum við virkilega að vanda okkur og skoða málið frá öllum hliðum.“ Undirferli er ekki auðskilgreinanleg bók í forminu og Oddný segir að það sé einmitt hluti af því ferli að láta hugann ráða för fremur en mörk viðkomandi forms hverju sinni. „Mér hefur alltaf þótt spennandi hvernig hugurinn lætur ekkert hemja sig. Hann fer þangað sem honum sýnist. Í þetta skiptið ætlaði ég að skrifa vampírusögu en svo varð ég fljótt þreytt á því og þess vegna hætti ég að hugsa um formið – leyfði huganum að ráða.“Frá öllum hliðum En er ekki rétt að þessi skoðun eða rannsókn þín sem höfundar sé einhvers konar eðlilegt framhald af þínum fyrri verkum? „Jú, það má alveg segja það. Þótt manni finnist maður vera að gera eitthvað splúnkunýtt og ekki í neinu eðlilegu framhaldi þá er maður líklega í einhverju ómeðvituðu flúkti við sjálfan sig .“ Oddný segir að það hafi ekki endilega verið á dagskrá að skrifa þessa bók, að hún hafi í raun ætlað að halda áfram að skrifa sjálfsævisögulegt verk í framhaldi af síðustu bók. „En svo bara tók þessi bók yfir og fór sínar eigin leiðir. Það var mjög gaman að skrifa hana, ég byrjaði bara að leika mér og leikurinn með sínum grallaraskap skoraði þetta erfiða viðfangsefni á hólm.“Virðir engin mörk Oddný lítur á skáldsöguna sem sína tilraunastofu. „Þar sem Undirferli fjallar um yfirganginn og það þegar vaðið er yfir viðkvæm mörk, þá er spennandi áskorun fyrir mig sem rithöfund og listamann að skrifa um það með því að fara yfir listræn mörk. Sem listamaður er maður nefnilega alltaf að fara yfir mörk. Maður ryður sér inn á ýmis bókmenntasvið og hlær svo bara og skellir sér á lær,“ segir Oddný og hlær en bætir við að hún beri samt mikla virðingu fyrir ólíkum bókmenntagreinum. #Metoo er rosalega mikilvægt fyrir okkur öll. Eðli ofbeldis er að lítilsvirða. Kynferðislegt ofbeldi hefur til að mynda tilhneigingu til að lítilsvirða kynorku annarra, þessa lífsorku sem við eigum öll og þurfum á að halda sem manneskjur og líka sem listamenn. Þegar við erum að berjast gegn ofbeldinu verðum við að gæta þess að lítilsvirða ekki þessa lífsorku. Við verðum að beita nýjum vopnum sem virða lífið. Það er mikil áskorun að gera þetta vel svo breytingin verði raunveruleg. Við þurfum öll að gera okkar besta með auðmýkt, hugrekki og opnum hug.
Menning Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira