Sport

Mayweather segist ekki ætla að semja við UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er ekki ánægður með þetta og vill fá Mayweather í búrið.
Conor er ekki ánægður með þetta og vill fá Mayweather í búrið. vísir/getty
Það varð allt vitlaust í MMA-heiminum í gær er Dana White, forseti UFC, staðfesti að sambandið ætti í viðræðum við boxarann Floyd Mayweather um að koma og berjast í MMA-bardaga.

Mayweather opnaði sjálfur á þennan möguleika á dögunum. Þá sagðist hann hæglega getað gert 3-4 bardaga samning og fengið milljarð dollara fyrir. Hann hefur nú dregið í land og sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð.

„Það sem ég sagði er að ég gæti keppt þrisvar til fjórum sinnum og síðan barist við Conor McGregor. Þá myndi ég fá milljarð dollara. Ég get það en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Mayweather en það eru samt ekki allir vissir um að málinu ljúki þarna. Hann er nefnilega til í ýmislegt ef réttir peningar eru í boði. Mayweather á nefnilega aldrei nóg af peningum.

Fjölmargir bardagakappar tóku þessum tíðindum illa og fannst það vera skrípaleikur af hálfu UFC að sækja boxara. Hann hefði ekkert erindi í búrið.

Conor McGregor er aftur á móti mjög áhugasamur um að fá að lumbra á Mayweather í búrinu og hann sendi skilaboð á samfélagsmiðlum í gær eftir að Mayweather hafði dregið í land. Þau skilaboð voru skýr.

Pussy

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

MMA

Tengdar fréttir

Mayweather í viðræðum við UFC

Það er búið að slúðra um það í nokkurn tíma að UFC eigi í viðræðum við boxarann Floyd Mayweather um að keppa fyrir sambandið. Það virðist vera mikið til í því slúðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×