Þetta er líkaminn í öllu sínu veldi í návígi við fólk Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2017 10:00 Erna Ómarsdóttir stýrir hér æfingu á verkinu Myrkrið faðmar sem er eftir hana og Valdimar Jóhannsson sem sá um að aðlaga tónlistina frá Sigur Rós. VisirEyþór Fyrsta frumsýning Íslenska dansflokksins á þessu sýningarári eru tvö ný verk á listahátíðinni Norður og niður sem er haldin af hljómsveitinni Sigur Rós. Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, segir að upphaf þessa verkefnis megi einfaldlega rekja til þess að Jónsi í Sigur Rós hafi sett sig í samband við hana og beðið hana um að leika í tónlistarmyndbandi hjá þeim við lagið Óveður. Út frá því hafi svo kviknað þessi hugmynd að dansflokkurinn gerði efni við nýja tónlist hljómsveitarinnar sem yrði svo hluti af Norður og niður hátíðinni.Læknuðu heimþrá Erna segir að hún hafi reyndar aðeins þekkt meðlimi hljómsveitarinnar frá þeim tíma þegar hún bjó í Belgíu. „Þá fór ég á nokkra tónleika með þeim og kynntist þeim aðeins í framhaldinu. Ég var stundum með mikla heimþrá þegar ég bjó úti og þá var alveg rosalega gott að fara á Sigur Rósar tónleika í þunglyndinu, gráta soldið og hitta svo Íslendinga á eftir. Þetta var svona smá sálarhreinsun,“ segir Erna og hlær við tilhugsunina. „Það var alveg búið að vera smá draumur að fá að vinna að einhverju með þeim en ég þorði ekki að nefna það sjálf að fyrra bragði svo mér fannst mjög gaman að þeir skyldu svo leita til mín.“Visir/EyþórEinlægni og lífsgleði Verkin sem Íslenski dansflokkurinn flytur verða frumsýnd þann 29. desember, og svo aftur daginn eftir. Þau koma svo mögulega einnig til sýninga á Listahátíðinni í Reykjavík í vor en þetta verkefni ÍD er í samvinnu við hátíðina. Verkin sem um ræðir eru tvö og Erna segir að hún hafi snemma ákveðið að fá fleiri danshöfunda að borðinu. „Það hafði komið til tals að það væri gaman að gera eitthvað með börnum og unglingum og slíkt er einmitt á stefnuskránni að auka við verk með börnum og fyrir börn. Það lá því beint við að hafa samband við Ásrúnu Magnúsdóttur, því hún hefur gert stórkostleg verk með unglingum ásamt Alexander Roberts sem vinnur þetta líka með henni. Og nú eru þau búin að gera dásamlegt, frábært verk með tíu börnum á aldrinum átta til sextán ára ásamt dönsurum Íslenska dansflokksins. Þessi dásamlegi hópur er búinn að vera að vinna saman síðastliðnar vikur og það hefur skapast einhver ótrúlega falleg orka í kringum þetta verkefni enda ekki á hverjum degi sem við erum að vinna með svona skapandi hópi barna.“ Verk Ásrúnar og Alexanders kallast The Great Gathering og Erna segir að hér sé á ferðinni einlægt og lífsglatt verk flutt við tónlist listamanna sem koma fram á hátíðinni.Visir/EyþórInnblástur í myrkrið Verk Ernu er flutt við tónlist frá Sigur Rós og kallast Myrkrið faðmar. Erna segir að þetta sé ný tónlist sem Sigur Rós hafi verið að senda þeim en Valdimar hafi svo séð um að aðlaga það þörfum dansflokksins. „Við höfum verið að vinna þetta svona fram og til baka og þeir hafa líka verið að koma á æfingar hjá okkur.“ Þegar maður hugsar um tónlist Sigur Rósar þá er dans ekki endilega það sem kemur fyrst upp í hugann en Erna segir að hún hafi reyndar tekist á við þetta áður. „Ég gerði reyndar sóló við lag á einni af fyrstu plötunum þegar ég var í skóla og það er mjög gefandi að dansa við þessa tónlist. Þetta er tónlist sem veitir manni mikinn innblástur og maður fer svona í einhvers konar leiðsluástand sem hentar dansinum mjög vel.“ En er þetta verk, Myrkrið faðmar, eitthvað sem er hugsað sérstaklega fyrir þennan árstíma? „Já, þetta verkefni kom til okkar með frekar stuttum fyrirvara og þá er gott að fara þá leið að að sækja sér innblástur í tónlistina og aðstæður hverju sinni. Við vorum mjög meðvituð um að við værum að fara að sýna á þessum dimmasta tíma ársins og þess vegna varð myrkrið okkur að innblæstri. Við bjuggum til einhvers konar myrkraverur sem geta verið bæði afar mannlegar og ómennskar í senn. Þetta er verk sem fjallar fyrst og fremst um hinn berskjaldaða líkama sem er með öllu óvarinn í myrkrinu þar sem maður veit aldrei á hverju er von og er með öll skynfæri í viðbragðsstöðu. Þessi berskjaldaði líkami sem er í senn mjög máttlaus og samt ofurspenntur.“Blóð sviti og tár Sýningarnar verða í Flóa í Hörpu og Erna segir ástæðuna vera að þau hafi viljað vera nálægt áhorfendum. „Við vildum síður vera uppi á sviði og þarna getum við verið í gólfhæð með áhorfendur allt í kringum okkur. Þetta er líka ákveðin andstæða við tónleika Sigur Rósar í Hörpu sem verða mikið og allt öðru vísi sjónarspil. Ég sá þá tónleika úti í Berlín um daginn og þeir eru magnaðir, mikil tækni, sjónræna o.s.frv. en ákaflega áhrifaríkir og einlægir í senn. Við vildum hins vegar vera bara með líkamann og tónlistina í aðalhlutverki. Það verða engar fansí tæknibrellur nema þær sem líkaminn getur framkvæmt, þannig að þetta er líkaminn í öllu sínu veldi, blóð, sviti og tár, í mjög miklu návígi við fólk.“ Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Fyrsta frumsýning Íslenska dansflokksins á þessu sýningarári eru tvö ný verk á listahátíðinni Norður og niður sem er haldin af hljómsveitinni Sigur Rós. Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, segir að upphaf þessa verkefnis megi einfaldlega rekja til þess að Jónsi í Sigur Rós hafi sett sig í samband við hana og beðið hana um að leika í tónlistarmyndbandi hjá þeim við lagið Óveður. Út frá því hafi svo kviknað þessi hugmynd að dansflokkurinn gerði efni við nýja tónlist hljómsveitarinnar sem yrði svo hluti af Norður og niður hátíðinni.Læknuðu heimþrá Erna segir að hún hafi reyndar aðeins þekkt meðlimi hljómsveitarinnar frá þeim tíma þegar hún bjó í Belgíu. „Þá fór ég á nokkra tónleika með þeim og kynntist þeim aðeins í framhaldinu. Ég var stundum með mikla heimþrá þegar ég bjó úti og þá var alveg rosalega gott að fara á Sigur Rósar tónleika í þunglyndinu, gráta soldið og hitta svo Íslendinga á eftir. Þetta var svona smá sálarhreinsun,“ segir Erna og hlær við tilhugsunina. „Það var alveg búið að vera smá draumur að fá að vinna að einhverju með þeim en ég þorði ekki að nefna það sjálf að fyrra bragði svo mér fannst mjög gaman að þeir skyldu svo leita til mín.“Visir/EyþórEinlægni og lífsgleði Verkin sem Íslenski dansflokkurinn flytur verða frumsýnd þann 29. desember, og svo aftur daginn eftir. Þau koma svo mögulega einnig til sýninga á Listahátíðinni í Reykjavík í vor en þetta verkefni ÍD er í samvinnu við hátíðina. Verkin sem um ræðir eru tvö og Erna segir að hún hafi snemma ákveðið að fá fleiri danshöfunda að borðinu. „Það hafði komið til tals að það væri gaman að gera eitthvað með börnum og unglingum og slíkt er einmitt á stefnuskránni að auka við verk með börnum og fyrir börn. Það lá því beint við að hafa samband við Ásrúnu Magnúsdóttur, því hún hefur gert stórkostleg verk með unglingum ásamt Alexander Roberts sem vinnur þetta líka með henni. Og nú eru þau búin að gera dásamlegt, frábært verk með tíu börnum á aldrinum átta til sextán ára ásamt dönsurum Íslenska dansflokksins. Þessi dásamlegi hópur er búinn að vera að vinna saman síðastliðnar vikur og það hefur skapast einhver ótrúlega falleg orka í kringum þetta verkefni enda ekki á hverjum degi sem við erum að vinna með svona skapandi hópi barna.“ Verk Ásrúnar og Alexanders kallast The Great Gathering og Erna segir að hér sé á ferðinni einlægt og lífsglatt verk flutt við tónlist listamanna sem koma fram á hátíðinni.Visir/EyþórInnblástur í myrkrið Verk Ernu er flutt við tónlist frá Sigur Rós og kallast Myrkrið faðmar. Erna segir að þetta sé ný tónlist sem Sigur Rós hafi verið að senda þeim en Valdimar hafi svo séð um að aðlaga það þörfum dansflokksins. „Við höfum verið að vinna þetta svona fram og til baka og þeir hafa líka verið að koma á æfingar hjá okkur.“ Þegar maður hugsar um tónlist Sigur Rósar þá er dans ekki endilega það sem kemur fyrst upp í hugann en Erna segir að hún hafi reyndar tekist á við þetta áður. „Ég gerði reyndar sóló við lag á einni af fyrstu plötunum þegar ég var í skóla og það er mjög gefandi að dansa við þessa tónlist. Þetta er tónlist sem veitir manni mikinn innblástur og maður fer svona í einhvers konar leiðsluástand sem hentar dansinum mjög vel.“ En er þetta verk, Myrkrið faðmar, eitthvað sem er hugsað sérstaklega fyrir þennan árstíma? „Já, þetta verkefni kom til okkar með frekar stuttum fyrirvara og þá er gott að fara þá leið að að sækja sér innblástur í tónlistina og aðstæður hverju sinni. Við vorum mjög meðvituð um að við værum að fara að sýna á þessum dimmasta tíma ársins og þess vegna varð myrkrið okkur að innblæstri. Við bjuggum til einhvers konar myrkraverur sem geta verið bæði afar mannlegar og ómennskar í senn. Þetta er verk sem fjallar fyrst og fremst um hinn berskjaldaða líkama sem er með öllu óvarinn í myrkrinu þar sem maður veit aldrei á hverju er von og er með öll skynfæri í viðbragðsstöðu. Þessi berskjaldaði líkami sem er í senn mjög máttlaus og samt ofurspenntur.“Blóð sviti og tár Sýningarnar verða í Flóa í Hörpu og Erna segir ástæðuna vera að þau hafi viljað vera nálægt áhorfendum. „Við vildum síður vera uppi á sviði og þarna getum við verið í gólfhæð með áhorfendur allt í kringum okkur. Þetta er líka ákveðin andstæða við tónleika Sigur Rósar í Hörpu sem verða mikið og allt öðru vísi sjónarspil. Ég sá þá tónleika úti í Berlín um daginn og þeir eru magnaðir, mikil tækni, sjónræna o.s.frv. en ákaflega áhrifaríkir og einlægir í senn. Við vildum hins vegar vera bara með líkamann og tónlistina í aðalhlutverki. Það verða engar fansí tæknibrellur nema þær sem líkaminn getur framkvæmt, þannig að þetta er líkaminn í öllu sínu veldi, blóð, sviti og tár, í mjög miklu návígi við fólk.“
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira