Yfirvöld meina rannsakanda SÞ að koma til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 08:30 Róhingjabörn á göngu í Kutupalong-flóttamannabúðunum. Nordicphotos/AFP Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, sem senda átti til Mjanmar, fær ekki að koma inn fyrir landamærin. Rannsakandinn, Yanghee Lee, átti að heimsækja Asíuríkið skömmu eftir áramót til að kanna meint mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda, einkum ofsóknir og árásir sem beinast gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sagði að Lee væri bannað að koma til landsins þar sem hún væri ekki hlutlaus. Sjálf sagði Lee í gær að ákvörðunin benti til þess að „eitthvað hrikalega ömurlegt“ væri að eiga sér stað í Rakhine. Lee heimsótti Mjanmar síðast í júlí. Þá sagðist hún hafa áhyggjur af meðferð Róhingja í héraðinu. Mánuði síðar braust ofbeldi þar út eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á lögreglustöð. Herinn svaraði með því að ráðast gegn Róhingjum, ekki einungis skæruliðum heldur einnig almennum borgurum. Hefur mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna sagt frá því að Róhingjar hafi verið drepnir án dóms og laga og þorp þeirra brennd til grunna. Í síðustu viku greindu yfirvöld í Mjanmar frá fundi fjöldagrafar í einu þorpi Róhingja. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá því í ágúst. Er um að ræða tvo þriðju hluta allra Róhingja. „Það ríkti mikil von um að Mjanmar gæti orðið frjálst lýðræðisríki. Þessi ákvörðun veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Lee við BBC í gær og bætti við að hún vonaðist til þess að yfirvöld myndu endurskoða afstöðu sína. „Það treystir henni enginn,“ sagði Zaw Htay, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna, sem senda átti til Mjanmar, fær ekki að koma inn fyrir landamærin. Rannsakandinn, Yanghee Lee, átti að heimsækja Asíuríkið skömmu eftir áramót til að kanna meint mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda, einkum ofsóknir og árásir sem beinast gegn Róhingjum í Rakhine-héraði. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sagði að Lee væri bannað að koma til landsins þar sem hún væri ekki hlutlaus. Sjálf sagði Lee í gær að ákvörðunin benti til þess að „eitthvað hrikalega ömurlegt“ væri að eiga sér stað í Rakhine. Lee heimsótti Mjanmar síðast í júlí. Þá sagðist hún hafa áhyggjur af meðferð Róhingja í héraðinu. Mánuði síðar braust ofbeldi þar út eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á lögreglustöð. Herinn svaraði með því að ráðast gegn Róhingjum, ekki einungis skæruliðum heldur einnig almennum borgurum. Hefur mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna sagt frá því að Róhingjar hafi verið drepnir án dóms og laga og þorp þeirra brennd til grunna. Í síðustu viku greindu yfirvöld í Mjanmar frá fundi fjöldagrafar í einu þorpi Róhingja. Alls hafa rúmlega 650.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá því í ágúst. Er um að ræða tvo þriðju hluta allra Róhingja. „Það ríkti mikil von um að Mjanmar gæti orðið frjálst lýðræðisríki. Þessi ákvörðun veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Lee við BBC í gær og bætti við að hún vonaðist til þess að yfirvöld myndu endurskoða afstöðu sína. „Það treystir henni enginn,“ sagði Zaw Htay, talsmaður ríkisstjórnarinnar, við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira