Saga skiptir máli Þorvaldur Gylfason skrifar 21. desember 2017 07:00 Við köllum það skort á söguskyni þegar menn gera mistök fyrir þá vandræðalegu sök að þeir virðast ekki þekkja hliðstæðar skyssur fyrri tíðar. Þetta gerðist t.d. þegar Bandaríkjaþing aflétti gömlum hömlum af bönkum landsins fyrir og eftir aldamótin 2000 til að þóknast bankamönnum líkt og enginn á þinginu vissi lengur eða skildi hvers vegna hömlurnar höfðu verið leiddar í lög á kreppuárunum eftir 1930. Enn vandræðalegri eru tilburðir Trumps forseta nú til að ráðast gegn lögbundnu eftirliti þar eð skortur hans á söguskyni virðist alger. Forsetinn efndi á dögunum til sýningar í Hvíta húsinu þar sem hann réðst með skærum að rauðum borða í kringum pappírshaug líkt og hann vissi ekki að svipuð mynd af brosgleiðum bankamönnum að ráðast með keðjusög að lögum og reglum um banka varð að athlægi um allan heim eftir bankakreppuna 2007-2008. Forseti Bandaríkjanna birtist heiminum eins og maður sem skreytti sig með hakakrossi 1960.Saga er sagnfræði Saga er það sem sagnfræðingar hafa að segja um liðna tíð. Við notum á okkar máli sitt hvort orðið um sögu og sagnfræði, en það gera margar aðrar þjóðir ekki, t.d. hvorki Danir né Englendingar. Saga Íslands var lengi hlutdræg, lituð af stjórnmálum, bæði sagan sem kennd var í skólum og sagan sem flestir Íslendingar töldu sanna og rétta. Ein villan var að Dönum var kennt um allt sem aflaga hafði farið til að beina sjónum frá mistökum innlendra manna. Við sjáum sömu tilhneigingu nú þegar þeir sem mesta ábyrgð bera á hruninu reyna sumir að ljúga ábyrgðinni upp á útlendinga, en fáir sagnfræðingar fást til slíkra verka nú orðið. Sagnfræðingarnir hafa lyft af herðum sínum oki fortíðarinnar og ganga nú flestir óbundnir til skrifta. Fáir hópar innlendra fræðimanna standast þeim snúning. Sagnfræðingarnir birta bók eftir bók um sögu Íslands, prýðileg verk, nú síðast Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010, mikið rit eftir sex sagnfræðinga í Háskóla Íslands, Önnu Agnarsdóttur, Gísla Gunnarsson, Guðmund Jónsson, Halldór Bjarnason (d. 2010), Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson.Kvíarnar færðar út Íslenzkir sagnfræðingar hafa einnig birt prýðilegar bækur um erlenda sögu. Hér skulu tvær nefndar. Mikill fengur er að bók Jóns Þ. Þór Bandaríkjaforsetar – Æviþættir allra forseta Bandaríkjanna frá George Washington til Baracks Obama sem kom út 2016. Sögu er hægt að segja með ýmsu móti. Gamla lagið var saga af sjónarhóli sigurvegara í styrjöldum þar sem kóngar og drottningar, prinsar og prinsessur voru í aðalhlutverkum. Sagnfræðingar risu upp gegn þessum frásagnarmáta eftir miðja 20. öld og tóku þá sumir að rekja heldur söguna af sjónarhóli venjulegs fólks. Jón Þ. Þór slær tvær flugur í einu höggi. Hann segir sögu Bandaríkjanna með því að rekja ævir allra forseta landsins frá 1732 til okkar daga. Formúlan virkar m.a. vegna þess að flestir forsetar Bandaríkjanna voru það sem við köllum venjulegt fólk. Þeirra merkastur var trúlega Abraham Lincoln sem ólst upp á hrakhólum, lærði lögfræði á eigin spýtur, sagði margt viturlegt og bjargaði landinu frá klofningi í borgarastríðinu 1861-1865. Ef þrælahald er ekki rangt, sagði Lincoln, þá er ekkert rangt. Jón Þ. Þór fer hér svipaða leið og bandaríski sagnfræðiprófessorinn Jonathan Steinberg fer í bók sinni Evrópusaga og evrópskar ævir 1715-1914 þar sem saga álfunnar í 200 ár er rakin í lifandi samhengi við ólíkar ævir áhrifamanna á ýmsum sviðum.Hulduþjóðir Evrópu Mikill fengur er einnig að afar fróðlegri bók Þorleifs Friðrikssonar Hulduþjóðir Evrópu – Ferð um framandi samfélög frá 2016. Þorleifur fer aðra leið. Hann dásamar fjölbreytni álfunnar með því að segja ævisögur 33ja evrópskra smáþjóða. Sumar þessara þjóða þekkjum við, t.d. Sama í nyrztu byggðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Við þekkjum einnig Bretóna og Korsíka í Frakklandi og Frísa sem ná meðfram ströndinni frá Hollandi um Þýzkaland til Danmerkur. Mörg okkar hafa þó aldrei fyrr heyrt getið t.d. um Fríúla, Sára, Kimbra og Ladína, fjórar smáþjóðir á Norður-Ítalíu og í Alpafjöllum. Allt eru þetta þjóðir eins og við, stoltar af sögu sinni, tungu og menningu, og berjast sumar fyrir auknu sjálfstæði líkt og við þurftum að gera, en þó yfirleitt af minni ákefð nú en áður. Á móti kemur aukin rækt við eigin þjóðtungur sem eflast margar frekar en að fjara út. Þessi smálönd eiga það sammerkt að fólkið sem byggir þau er yfirleitt hlynnt Evrópusambandinu, m.a. vegna þess að sambandið býður vernd. Þorleifur lýsir þessu vel í kaflanum um Bretóna. Þjóðernisflokkur Bretóna setti fram strax 1928 hugmyndina um evrópskt sambandsríki. Þorleifur segir (bls. 144): „Rökin á bak við hugmyndina voru þau að aðeins innan slíks sambandsríkis væri hægt að standa vörð um réttindi minnihlutahópa.“ Hann bætir við: „Á Íslandi voru hugmyndir af þessum toga viðraðar í blaðinu Dagsbrún, málgagni jafnaðarmanna, undir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar. Ólafur gekk reyndar ekki svo langt að vilja sameina Evrópu ... Hann lét sér nægja að dreyma um sameinuð Norðurlönd.“ Þetta var 1917. Um Fríúla segir Þorleifur (bls. 170): „Meginástæða þess að trúin á Evrópusambandið er svo almenn er líklega sú að hagsmunum Fríúla verði best borgið undir hlíf sameinaðrar Evrópu. Með því losni þjóðin að nokkru leyti úr klóm landlægrar ítalskrar spillingar og óskilvirks skrifræðis.“ Kannast nokkur við það? Fríúlar byrjuðu að skrifa bækur á 12. öld, á undan Íslendingum. Þeir eru þrefalt fleiri en við. Tungan hefur bundið þá saman. Land þjóð og tunga: Kannast nokkur við það? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Við köllum það skort á söguskyni þegar menn gera mistök fyrir þá vandræðalegu sök að þeir virðast ekki þekkja hliðstæðar skyssur fyrri tíðar. Þetta gerðist t.d. þegar Bandaríkjaþing aflétti gömlum hömlum af bönkum landsins fyrir og eftir aldamótin 2000 til að þóknast bankamönnum líkt og enginn á þinginu vissi lengur eða skildi hvers vegna hömlurnar höfðu verið leiddar í lög á kreppuárunum eftir 1930. Enn vandræðalegri eru tilburðir Trumps forseta nú til að ráðast gegn lögbundnu eftirliti þar eð skortur hans á söguskyni virðist alger. Forsetinn efndi á dögunum til sýningar í Hvíta húsinu þar sem hann réðst með skærum að rauðum borða í kringum pappírshaug líkt og hann vissi ekki að svipuð mynd af brosgleiðum bankamönnum að ráðast með keðjusög að lögum og reglum um banka varð að athlægi um allan heim eftir bankakreppuna 2007-2008. Forseti Bandaríkjanna birtist heiminum eins og maður sem skreytti sig með hakakrossi 1960.Saga er sagnfræði Saga er það sem sagnfræðingar hafa að segja um liðna tíð. Við notum á okkar máli sitt hvort orðið um sögu og sagnfræði, en það gera margar aðrar þjóðir ekki, t.d. hvorki Danir né Englendingar. Saga Íslands var lengi hlutdræg, lituð af stjórnmálum, bæði sagan sem kennd var í skólum og sagan sem flestir Íslendingar töldu sanna og rétta. Ein villan var að Dönum var kennt um allt sem aflaga hafði farið til að beina sjónum frá mistökum innlendra manna. Við sjáum sömu tilhneigingu nú þegar þeir sem mesta ábyrgð bera á hruninu reyna sumir að ljúga ábyrgðinni upp á útlendinga, en fáir sagnfræðingar fást til slíkra verka nú orðið. Sagnfræðingarnir hafa lyft af herðum sínum oki fortíðarinnar og ganga nú flestir óbundnir til skrifta. Fáir hópar innlendra fræðimanna standast þeim snúning. Sagnfræðingarnir birta bók eftir bók um sögu Íslands, prýðileg verk, nú síðast Líftaug landsins – saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010, mikið rit eftir sex sagnfræðinga í Háskóla Íslands, Önnu Agnarsdóttur, Gísla Gunnarsson, Guðmund Jónsson, Halldór Bjarnason (d. 2010), Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson.Kvíarnar færðar út Íslenzkir sagnfræðingar hafa einnig birt prýðilegar bækur um erlenda sögu. Hér skulu tvær nefndar. Mikill fengur er að bók Jóns Þ. Þór Bandaríkjaforsetar – Æviþættir allra forseta Bandaríkjanna frá George Washington til Baracks Obama sem kom út 2016. Sögu er hægt að segja með ýmsu móti. Gamla lagið var saga af sjónarhóli sigurvegara í styrjöldum þar sem kóngar og drottningar, prinsar og prinsessur voru í aðalhlutverkum. Sagnfræðingar risu upp gegn þessum frásagnarmáta eftir miðja 20. öld og tóku þá sumir að rekja heldur söguna af sjónarhóli venjulegs fólks. Jón Þ. Þór slær tvær flugur í einu höggi. Hann segir sögu Bandaríkjanna með því að rekja ævir allra forseta landsins frá 1732 til okkar daga. Formúlan virkar m.a. vegna þess að flestir forsetar Bandaríkjanna voru það sem við köllum venjulegt fólk. Þeirra merkastur var trúlega Abraham Lincoln sem ólst upp á hrakhólum, lærði lögfræði á eigin spýtur, sagði margt viturlegt og bjargaði landinu frá klofningi í borgarastríðinu 1861-1865. Ef þrælahald er ekki rangt, sagði Lincoln, þá er ekkert rangt. Jón Þ. Þór fer hér svipaða leið og bandaríski sagnfræðiprófessorinn Jonathan Steinberg fer í bók sinni Evrópusaga og evrópskar ævir 1715-1914 þar sem saga álfunnar í 200 ár er rakin í lifandi samhengi við ólíkar ævir áhrifamanna á ýmsum sviðum.Hulduþjóðir Evrópu Mikill fengur er einnig að afar fróðlegri bók Þorleifs Friðrikssonar Hulduþjóðir Evrópu – Ferð um framandi samfélög frá 2016. Þorleifur fer aðra leið. Hann dásamar fjölbreytni álfunnar með því að segja ævisögur 33ja evrópskra smáþjóða. Sumar þessara þjóða þekkjum við, t.d. Sama í nyrztu byggðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Við þekkjum einnig Bretóna og Korsíka í Frakklandi og Frísa sem ná meðfram ströndinni frá Hollandi um Þýzkaland til Danmerkur. Mörg okkar hafa þó aldrei fyrr heyrt getið t.d. um Fríúla, Sára, Kimbra og Ladína, fjórar smáþjóðir á Norður-Ítalíu og í Alpafjöllum. Allt eru þetta þjóðir eins og við, stoltar af sögu sinni, tungu og menningu, og berjast sumar fyrir auknu sjálfstæði líkt og við þurftum að gera, en þó yfirleitt af minni ákefð nú en áður. Á móti kemur aukin rækt við eigin þjóðtungur sem eflast margar frekar en að fjara út. Þessi smálönd eiga það sammerkt að fólkið sem byggir þau er yfirleitt hlynnt Evrópusambandinu, m.a. vegna þess að sambandið býður vernd. Þorleifur lýsir þessu vel í kaflanum um Bretóna. Þjóðernisflokkur Bretóna setti fram strax 1928 hugmyndina um evrópskt sambandsríki. Þorleifur segir (bls. 144): „Rökin á bak við hugmyndina voru þau að aðeins innan slíks sambandsríkis væri hægt að standa vörð um réttindi minnihlutahópa.“ Hann bætir við: „Á Íslandi voru hugmyndir af þessum toga viðraðar í blaðinu Dagsbrún, málgagni jafnaðarmanna, undir ritstjórn Ólafs Friðrikssonar. Ólafur gekk reyndar ekki svo langt að vilja sameina Evrópu ... Hann lét sér nægja að dreyma um sameinuð Norðurlönd.“ Þetta var 1917. Um Fríúla segir Þorleifur (bls. 170): „Meginástæða þess að trúin á Evrópusambandið er svo almenn er líklega sú að hagsmunum Fríúla verði best borgið undir hlíf sameinaðrar Evrópu. Með því losni þjóðin að nokkru leyti úr klóm landlægrar ítalskrar spillingar og óskilvirks skrifræðis.“ Kannast nokkur við það? Fríúlar byrjuðu að skrifa bækur á 12. öld, á undan Íslendingum. Þeir eru þrefalt fleiri en við. Tungan hefur bundið þá saman. Land þjóð og tunga: Kannast nokkur við það? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun