Mercedes Benz selur í Agusta Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 16:07 Agusta AMG hjól og Mercedes Benz AMG bíll í bakgrunni. Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent