Guðrún Brá náði ekki í gegn á Evrópumótaröðina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 14:44 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mynd/gsí Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Aðeins 25 efstu kylfingar mótsins vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og var okkar kona nokkuð fjarri þeim hópi. Hún var í 51. sæti fyrir lokadaginn og því vitað mál að það yrði á brattann að sækja. Hún endaði í 53.-56. sæti. Hún lék á 73 höggum í dag eða á einu höggi yfir pari. Sautjánda holan fór mjög illa með Keiliskonuna. Sú er par 3 en Guðrún Brá lenti í miklum vandræðum á holunni sem hún lék á 6 höggum. Fyrir utan þessa sprengju lék hún vel. Fékk tvo fugla en allar hinar holurnar fór hún á pari. Guðrún Brá lék hringina fimm í Marokkó á 74, 70, 70, 75 og 73 höggum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu og gerði hún vel í að komast á lokaúrtökumótið. Hún er fjórða íslenska konan sem nær því. Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Aðeins 25 efstu kylfingar mótsins vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni og var okkar kona nokkuð fjarri þeim hópi. Hún var í 51. sæti fyrir lokadaginn og því vitað mál að það yrði á brattann að sækja. Hún endaði í 53.-56. sæti. Hún lék á 73 höggum í dag eða á einu höggi yfir pari. Sautjánda holan fór mjög illa með Keiliskonuna. Sú er par 3 en Guðrún Brá lenti í miklum vandræðum á holunni sem hún lék á 6 höggum. Fyrir utan þessa sprengju lék hún vel. Fékk tvo fugla en allar hinar holurnar fór hún á pari. Guðrún Brá lék hringina fimm í Marokkó á 74, 70, 70, 75 og 73 höggum. Þetta var í fyrsta sinn sem Guðrún Brá reynir fyrir sér á úrtökumótinu og gerði hún vel í að komast á lokaúrtökumótið. Hún er fjórða íslenska konan sem nær því.
Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira