Framleiðslustöðvun hjá Maserati vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 10:01 Maserati Levante jeppinn mun fá 570 hestafla vél. Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður. Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu. Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum. Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.Maserati Ghibli.a.fotl.xyz Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður. Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu. Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum. Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.Maserati Ghibli.a.fotl.xyz
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent