Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:57 Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það. Skóla - og menntamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það.
Skóla - og menntamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira