Nýársáskorun Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 30. desember 2017 06:00 Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök. Samt sem áður hópumst við saman, sumir styðja KR og aðrir Val, sumir eru í Lions og aðrir í Rotary, eins og gengur. Og við skipum okkur í stjórnmálaflokka en Íslendingar taka slíka skiptingu mjög alvarlega. Að undanförnu hafa birst skoðanakannanir um lífsviðhorf fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þær niðurstöður eru áhugaverðar. Svo virðist vera sem fólk á hægri væng stjórnmálanna sé almennt hamingjusamara og bjartsýnna en t.d. Píratar. Reyndar skera Píratarnir sig úr í þessum könnunum. Þeir mælast óhamingjusamir, svartsýnir og þeir upplifa sig óheppna á sama tíma og hægri menn telja sig heppna. Jafnframt sýna kannanir að Píratar eru óánægðir með nágranna sína á meðan borgaralega þenkjandi fólk virðist ánægt með sína granna. Allar þessar kannanir, líka sú sem sýnir að Píratar eru líklegastir til að borða pitsur á jólunum í stað hefðbundins jólamatar, draga upp mynd af þessum hópi einstaklinga sem kallar sig Pírata. Og nú má skilja þörf þeirra fyrir að bylta þjóðfélaginu, henda stjórnarskránni og búa bara til eitthvað nýtt, eitthvað sem losar þá undan óhamingjunni, óheppninni, svartsýninni og pitsuátinu. Ég vil leggja til nýársheit fyrir okkur öll og alveg sérstaklega Pírata. Hættum að skrattast í stjórnarskránni, hún er ágæt í öllum meginatriðum. Byrjum á okkur sjálfum. Byrjum á að vera bjartsýn, látum okkur líka vel við nágrannana og leyfum hamingjunni að koma. Smám saman öðlumst við gleði og hamingju, umburðarlyndi og víðsýni og þannig færir nýja árið okkur betri tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök. Samt sem áður hópumst við saman, sumir styðja KR og aðrir Val, sumir eru í Lions og aðrir í Rotary, eins og gengur. Og við skipum okkur í stjórnmálaflokka en Íslendingar taka slíka skiptingu mjög alvarlega. Að undanförnu hafa birst skoðanakannanir um lífsviðhorf fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þær niðurstöður eru áhugaverðar. Svo virðist vera sem fólk á hægri væng stjórnmálanna sé almennt hamingjusamara og bjartsýnna en t.d. Píratar. Reyndar skera Píratarnir sig úr í þessum könnunum. Þeir mælast óhamingjusamir, svartsýnir og þeir upplifa sig óheppna á sama tíma og hægri menn telja sig heppna. Jafnframt sýna kannanir að Píratar eru óánægðir með nágranna sína á meðan borgaralega þenkjandi fólk virðist ánægt með sína granna. Allar þessar kannanir, líka sú sem sýnir að Píratar eru líklegastir til að borða pitsur á jólunum í stað hefðbundins jólamatar, draga upp mynd af þessum hópi einstaklinga sem kallar sig Pírata. Og nú má skilja þörf þeirra fyrir að bylta þjóðfélaginu, henda stjórnarskránni og búa bara til eitthvað nýtt, eitthvað sem losar þá undan óhamingjunni, óheppninni, svartsýninni og pitsuátinu. Ég vil leggja til nýársheit fyrir okkur öll og alveg sérstaklega Pírata. Hættum að skrattast í stjórnarskránni, hún er ágæt í öllum meginatriðum. Byrjum á okkur sjálfum. Byrjum á að vera bjartsýn, látum okkur líka vel við nágrannana og leyfum hamingjunni að koma. Smám saman öðlumst við gleði og hamingju, umburðarlyndi og víðsýni og þannig færir nýja árið okkur betri tíð.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun